Fréttir

Aðalfundur foreldrafélagsins fimmtudaginn 31. maí kl. 18 við Tjarnarstíg

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldin fimmtudaginn 31. maí kl. 18 við Tjarnarstíg. Hvetjum alla til að mæta.
Lesa meira

Sýning á verkum nemenda næstkomandi laugardag

Næstkomandi laugardag verður sýning á verkum nemenda í skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði og við Norðurgötu Siglufirði, frá  klukkan  11.00 til 14.00. Verk nemenda í unglingadeild verða til sýnis í íþróttasalnum við Norðurgötu. Um er að ræða skóladag hjá öllum nemendum þ.a. þeir mæta í skólann nema um annað hafi verið samið. Akstur skólabíls verður þennan dag sem hér segir: kl. 10.45  frá íþróttahúsinu  Ólafsfirði til Siglufjarðar kl. 12.00 frá torginu Siglufirði til Ólafsfjarðar kl. 12.45 frá íþróttahúsinu  Ólafsfirði til Siglufjarðar kl. 14.15 frá torginu Siglufirði til Ólafsfjarðar
Lesa meira

Fjörug bekkjarkvöld

Núna þegar líður að skólalokum hafa fjölmargir bekkir verið með bekkjarkvöld. Nemendur yngri bekkjanna hafa boðið fjölskyldum sínum í skólann og verið með fjölbreytt skemmtiatriði fyrir gestina; söng, dans, leikþætti og ýmislegt fleira sem nemendur hafa æft undanfarnar vikur. Að lokinni skemmtidagskránni hefur verið farið í leiki og síðan boðið upp á veitingar.
Lesa meira

Háskólalestin í heimsókn á unglingastiginu

Síðastliðin föstudag heimsótti háskólalestin unglingastigið og voru eftirtaldar háskólagreinar kenndar á unglingastigi: Japanska, tómstunda- og félagsmálafræði, næringarfræði, efnafræði, jarðafræði og nýsköpun.  Myndir af þvi eru komnar inn á myndasíðuna og hægt að sjá þær hér.
Lesa meira

Háskólalestin í Fjallabyggð Laugardaginn 12. maí kl 12-16 á Ólafsfirði

Vísindaveisla í félagsheimilinu Tjarnarborg, Ólafsfirði • Vísindaveisla í félagsheimilinu Tjarnarborg • Sprengjugengið landsfræga sýnir kl. 12.30 og 14.30 • Eldorgel og sýnitilraunir • Japönsk menning • Tæki og tól • Furðuspeglar og snúningshjól • Undur jarðar • Leikir, þrautir og uppákomur Stjörnutjald í Íþróttahúsinu kl 13 til 16, sýningar á hálftíma fresti Dagskrá Háskólalestar er öllum opin, aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. www.haskolalestin.hi.is Háskóli unga fólksins 11. maí Föstudaginn 11. maí sækja nemendur eldri deildar Grunnskólans í Fjallabyggð námskeið í Háskóla unga fólksins í efnafræði, jarðfræði, næringarfræði, tómstundafræði, japönsku og frumkvöðlafræði.
Lesa meira

Tiltektardagur - Ruslakeppni

Í dag var hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar og dagurinn notaður til að snyrta umhverfið í báðum bæjarkjörnum sveitarfélagsins. Nemendum frá Ólafsfirði var skipt í tvo hópa og hreinsuðu þeir til í sitt hvorum bæjarhuta Ólafsfjarðar og sama á við um siglfirsku nemendurna en þeir hreinsuðu til á Siglufirði. Keppt var um hvor hópurinn safnaði meira af rusli í hvorum bæ fyrir sig. Var mikið kapp í fólki og gekk hreinsunin vel.
Lesa meira

Rödd Íslands

Í gær kom Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, við á Siglufirði og í Ólafsfirði í hringferð sinni um landið. Tilgangur ferðarinnar er að finna rödd þjóðarinnar og fá hana til að hljóma í laginu Ísland sem Fjallabræður eru að fara að taka upp.
Lesa meira

Kynning á ferilskrá fyrir 10. bekk

Í morgun heimsótti fulltrúi frá menntamálaráðuneytinu nemendur 10. bekkjar og kynnti fyrir þeim svokallaða Europass ferilskrá og afhenti öllum eintak til að nota í nánustu framtíð. Það styttist í að þessir einstaklingar fari út á vinnumarkaðinn og þegar sótt er um vinnu þá getur þessi ferilskrá komið að góðum notum.
Lesa meira

Tónlist frá Balkanlöndunum

Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans kom í heimsókn til Fjallabyggðar í gær á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla og héldu tónleika í Siglufjarðarkirkju og Tjarnarborg fyrir nemendur skólans.  Meðlimir sveitarinnar fóru með nemendur í stutt ferðalag í máli, myndum og tónum til nokkurra af Balkanlöndunum. Léku þeir á alls kyns skemmtileg og óvenjuleg hljóðfæri.
Lesa meira

6. sæti í Skólahreysti

Rétt fyrir páskaleyfi fór keppni í riðli skólans í Skólahreysti fram á Akureyri. Farin var hópferð með alla nemendur eldri deildar til að fylgjast með keppninni og hvetja okkar fólk til dáða. Lið skólans var skipað þeim Agnesi Sigvaldadóttur, Jakobi Snæ Árnasyni, Köru Gautadóttur og Grétari Áka Bergssyni. 
Lesa meira