12.09.2012
Heimili og skóli fagna 20 ára afmæli samtakanna 17. september nk. og af því tilefni er
blásið til málþings í Gerðubergi þar sem samtökin voru stofnuð. Rætt verður um samráð við breytingar á
skólastarfi. Hvað er samráð? Hver er réttur foreldra og barna? Þessum spurningum og fleiri verður leitast við að svara á málþinginu
en yfirskriftin er Samráð í sátt.
Lesa meira
12.09.2012
Þessa vikuna eru nemendur 7. bekkjar í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Vegna óveðurs komust þau ekki af stað fyrr en
á þriðjudagsmorgni í stað mánudags og því er vist þeirra einum degi styttri en ella.
Lesa meira
07.09.2012
Nú á haustdögum eru 220 nemendur skráðir í skólann og er það töluverð fækkun frá síðasta skólaári
því þá voru þeir 257. Líkt og síðustu ár má helst rekja fækkunina til þess að stórir árgangar eru að
útskrifast en mun færri hefja nám í fyrsta bekk. Í vor útskrifuðust 44 nemendur úr 10. bekk en 13 hefja nám í 1. bekk
þetta haustið.
Lesa meira
06.09.2012
Í gær heimsótti Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Fjallabyggðar nemendur 9. og 10. bekkjar og kynnti
fyrir þeim hlutverk Ungmennaráðs Fjallabyggðar og óskaði eftir framboðum í ráðið frá nemendum.
Lesa meira
05.09.2012
Útivistardagurinn sem vera átti á morgun hefur verið frestað um óákveðin tíma.
Lesa meira
22.08.2012
Skólinn verður settur eins og hér segir:
8.-10. bekkur við Hlíðarveg kl. 11 mánudaginn 27. ágúst
1.-4. bekkur við Norðurgötu kl. 13 mánudaginn 27. ágúst
1.-7. bekkur við Tjarnarstíg kl. 13 fimmtudaginn 30. ágúst
skólastjóri
Lesa meira
21.08.2012
Starfsmaður óskast í lengda viðveru skólabarna á aldrinum 6-8 ára.
Lengd viðvera er gæsla að loknum skóladegi. Starfsemin fer fram í skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði. Vinnutími er
frá kl. 13.00 til 16.00. Ráðningin nær aðeins til starfstíma skólans. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 464-9150 / 845-0467 eða jonina@fjallaskolar.is
Skólastjóri
Lesa meira
25.06.2012
Skipulagning skólastarfs fyrir næsta skólaár er langt komin. Töluverðar breytingar eru
fyrirsjáanlegar. Skólahúsið við Tjarnarstíg verður tekið í notkun eftir viðbyggingu og endurbætur og þar
sameinast miðstigsbekkir skólans þ.e. 5., 6. og 7.bekkir.
Skólaakstur eykst á næsta skólaári í
ljósi þess að nemendum 5., 6. og 7. bekkja verður ekið frá Siglufirði til Ólafsfjarðar. Áfram verður nemendum
unglingadeildar ekið frá Ólafsfirði kl. 7.35 til Siglufjarðar og til baka að skóladegi loknum.
Nemendum 5., 6. og 7. bekkja Siglufirði verður ekið kl. 8
frá skólahúsinu við Norðurgötu til Ólafsfjarðar og til baka að skóladegi loknum. Kennsla þessara
bekkjadeilda hefst kl. 8.40. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sem búsettir eru í Ólafsfirði geta mætt kl. 8 og átt athvarf í skólanum þar
til kennsla hefst.
Kennsla bekkjardeilda skólans á
næsta skólaári verður sem hér segir:
1.-2. bekkur skólahúsinu við Norðurgötu, Siglufirði
Umsjónarkennari: Mundína Bjarnadóttir
3.-4. bekkur skólahúsinu við Norðurgötu, Siglufirði
Umsjónarkennari: Sigríður Karlsdóttir
1.-2. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg,
Ólafsfirði
Umsjónarkennari: Ólöf Kristín Ásgeirsdóttir
3.-4. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði
Umsjónarkennari: Lísebet Hauksdóttir
5. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði
Umsjónarkennari: Sigurlaug Guðjónsdóttir
6. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði
Umsjónarkennari: Sigurlaug Ragna Guðnadóttir
7. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði
Umsjónarkennari: Ólöf María Jóhannesdóttir
8. bekkur skólahúsinu við Hlíðarveg, Siglufirði
Umsjónarkennari: Arnheiður Jónsdóttir og Brynhildur R
Vilhjálmsdóttir
9. bekkur skólahúsinu við Hlíðarveg, Siglufirði
Umsjónarkennari: Margrét Þórðardóttir
10. bekkur skólahúsinu við Hlíðarveg, Siglufirði
Umsjónarkennari: Halldóra Elíasdóttir
10. bekkur skólahúsinu við Hlíðarveg, Siglufirði
Umsjónarkennari: Róbert Haraldsson
Lesa meira
05.06.2012
Grunnskóla Fjallabyggðar hefur nú verið slitið í annað sinn. Fjölmargir tóku þátt í stundinni
með yngri deildunum en slitin hjá þeim fóru fram í skólahúsnæðunum við Tjarnarstíg og við Norðurgötu.
Eldri deildinni var slitið í Siglufjarðarkirkju við húsfylli og það voru spenntir unglingar sem tóku á móti prófskirteinum
sínum. Í ár voru 42 nemendur sem útskrifuðust úr 10. bekk en tveir nemendur útskrifuðust úr 9. bekk. Við óskum
útskriftarnemendum okkar góðs gengis í framtíðinni.
Innkaupalistar fyrir næsta skólaár verður hægt að nálgast hér og myndir af útskrift unglingastigsins
hér.
Við hefjum síðan skóla aftur 27. ágúst og vonum að þið eigið ánægjulegt sumarfrí.
Lesa meira
30.05.2012
Í gær komu saman allar deildir skólans og skemmtu sér við Hól og í skógræktinni á Siglufirði. Farið var í ýmsa
leiki og þrautir og í hádeginu grillaði Foreldrafélagið fyrir nemendur. Veðrið lék við okkur og óhætt er að segja að
dagurinn hafi tekist vel. Myndir eru komnar inn á myndasíðuna og hægt er að sjá þær hér.
Kennslu þetta skólaárið er nú lokið en á morgun er starfsdagur og á föstudaginn skólaslit. (sjá nánar hér)
Við minnum svo á fundinn hjá Foreldrafélaginu á morgun kl 18:00 og þökkum fyrir veturinn
Lesa meira