Málþing samtakanna Heimili og skóli

Heimili og skóli fagna 20 ára afmæli samtakanna 17. september nk. og af því tilefni er blásið til málþings í Gerðubergi þar sem samtökin voru stofnuð. Rætt verður um samráð við breytingar á skólastarfi. Hvað er samráð? Hver er réttur foreldra og barna? Þessum spurningum og fleiri verður leitast við að svara á málþinginu en yfirskriftin er Samráð í sátt.

Hvetjum sem flesta til að mæta, skráningar á málþingið verða að berast fyrir föstudaginn 14. september á póstfangið heimiliogskoli@heimiliogskoli.is

Dagskrá og nánari upplýsingar má sjá á www.heimiliogskoli.is