- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Í Grunnskóla Fjallabyggðar er einelti ekki liðið. Við störfum samkvæmt áætlun Olweusar gegn einelti. Skólinn á að vera öruggur staður þar sem öllum líður vel. Öllum í skólasamfélaginu, þ.e. starfsmönnum, nemendum og foreldrum, ber að taka þátt í baráttunni gegn einelti. Ef einelti kemur upp er strax tekið á því. Unnar hafa verið áætlanir og skilgreiningar um hvernig starfsmenn eiga að bregðast við einelti og vinna með það. Allir starfsmenn skólans taka þátt í verkefninu. Ef grunur vaknar um einelti er mikilvægt að vitneskja um það berist til skólans sem fyrst. Grun um einelti ber að tilkynna með formlegum hætti með því að fylla út þar til gert eyðublað eða senda tölvupóst á eineltisteymi.
Olweusaráætlun Grunnskóla Fjallabyggðar
Eyðublað vegna gruns um einelti
Í skólanum er starfrækt eineltisteymi og í því sitja:
Verum vinir, vinnum saman, eyðum einelti!
Foreldrabæklingur ráðleggingar til foreldra