- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á Frístund strax að loknum skólatíma kl. 13.35 – 14.35. Frístund er frístundastarf, samstarfsverkefni Fjallabyggðar, íþróttafélaga, tónlistarskólans og grunnskólans. Nemendum er boðið upp á að fara í Frístund í klukkustund, strax að lokinni kennslu grunnskólans. Starfið fer ýmist fram í íþróttahúsinu/sundlauginni/tónlistarskólanum eða grunnskólanum. Nemendum er keyrt á milli grunnskólans og íþróttahúss/sundlaugar í Frístund.
Nemendur eru skráðir í frístundastarfið hálfan vetur í einu.
Skráning er nú rafræn gegnum Google form. Bréf, með slóð á skráningu, og frekari upplýsingum, hefur verið send foreldrum/forráðamönnum gegnum Mentor.
Ef foreldrar skrá börn sín í æfingar hjá íþróttafélögum eru greidd æfingargjöld. Íþróttafélög munu innheimta þau gegnum forritið Sportabler og þá geta foreldrar valið að greiða með frístundastyrk barnsins ef það á við. Meðfylgjandi þessari frétt eru reglur og skilyrði frístundastyrkja í Fjallabyggð fyrir árið 2023. Frístundastyrkur fyrir árið 2023 er kr. 45.000 á hvert barn á aldrinum 4. ára til og með 18 ára. Ef foreldrar eiga ekki aðgang að Sportabler þarf að stofna hann til að geta greitt æfingargjöld þegar að því kemur. Hægt er að hlaða appi niður í snjalltæki/snjallsíma.
Þeir foreldrar sem ætla að nýta lengda viðveru fyrir börn sín eru beðin um að skrá þau á sömu skráningarsíðu en reikningar munu berast um hver mánaðamót fyrir þjónustunni. Sjá gjaldskrá á heimasíðu Fjallabyggðar.
Athygli er vakin á að í nokkra hópa í Frístund eru fjöldatakmarkanir.
Foreldrar eru hvattir til að skrá börn sín í Frístund og lengda viðveru sem allra fyrst. Opið verður fyrir skráningu til kl. 23:59 þriðjudaginn 15. ágúst en FJÖLDATAKMARK ER Í SUMA HÓPA SVO FYRSTIR SKRÁ – FYRSTIR FÁ!! Þetta á við um sundhópa, dans, íþróttaskólann, Bland í poka með Kristínu og badmintonæfingar. Þar sem þetta form býður ekki upp á að loka fyrir skráningu á einstaka viðfangsefni eftir að fjöldatakmörkunum er náð mun ritari hringja í þá foreldra sem skrá í sund/dans/badminton/íþróttaskóli/bland í poka eftir að fjöldatakmörkun er náð og óska eftir nýju vali fyrir barnið þann daginn.
Mjög mikilvægt er að skráningu sé lokið á tilskyldum tíma svo skipulag og hópaskipting sé klár áður en skólastarf hefst 23. ágúst nk. Frá miðnætti að kvöldi 15. ágúst tekur skólaritari við skráningu í netfanginu ritari@fjallaskolar.is.
Ef foreldrar lenda í vandræðum með skráningu má hafa samband við Sölku Hlín Harðardóttur frístundarfulltrúa gegnum netfangið salka@fjallabyggd.is eða Hólmfríði skólaritara gegnum netfangið ritari@fjallaskolar.is .
Meðfylgjandi skjöl hafa að geyma lýsingar á þeim viðfangsefnum sem nemendum stendur til boða. Gott er að hafa þau til hliðsjónar þegar valið er.
Kynning á viðfangsefni í Frístund haustið 2023
Frístundastyrkir Fjallabyggðar 2023 - Reglur og skilyrði