- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Skólastarfið hefur verið hefðbundið í Grunnskóla Fjallabyggðar frá hausti og vonumst við til að það geti orðið það áfram þrátt fyrir Covid veiruna sem vofir enn yfir okkur. Við þurfum öll að vera vel vakandi og passa upp á okkur, hvar við erum, hvað við gerum og hverja við hittum, bæði starfsmenn skóla og nemendur. Innan okkar hóps er fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma og því brýnt að fara að öllu með gát.
Við höldum áfram eins og við gerðum í vor með öflugar sóttvarnir og þrif í skólahúsnæðinu og aldrei hefur hlutverk skólaliða verið mikilvægara. Við höldum komu foreldra og/eða annarra gesta í algjöru lágmarki inn til okkar og viljum með þeim hætti verja okkur og nemendur sem best verður á kosið.
Hér fyrir neðan eru nokkrar upplýsingar varðandi það hvernig við högum okkur í Grunnskóla Fjallabyggðar þegar kemur að sóttvörnum.
Ef upp kemur smit í skólanum fer smitrakning í gang. Þá gæti farið svo að skólinn, allur eða að hluta, fari í úrvinnslusóttkví sem getur staðið yfir í allt að tvo til fjóra daga. Á þeim tíma er verið að rekja smit og hafa samband við þá sem þurfa að fara í sóttkví. Að lokinni úrvinnslusóttkví kemur í ljós hverjir þurfa að fara í sóttkví.
Allar upplýsingar koma frá skólanum ef til þessa kemur og munum við sjá til þess að foreldrar séu vel upplýstir í gegnum tölvupóst og með öðrum leiðum ef þarf. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með tölvupósti sínum. Það er afar mikilvægt að foreldrar, nemendur og starfsfólk upplifi öryggi og viti að í Grunnskóla Fjallabyggðar er gætt vel að sóttvörnum.
Förum varlega. Við vinnum þetta saman.
English below
The school work has been traditional at Fjallabyggð Primary School since the autumn and we hope that it can continue to be so despite the Covid virus that is still looming over us. We all need to be vigilant and take care of ourselves, where we are, what we do and who we meet, both school staff and students. Within our group are people who have underlying diseases and therefore it is important to be careful with everything. We will continue as we did this spring with strong infection control and cleaning in the school premises and the role of school staff has never been more important.
We keep the arrival of parents and / or other guests to us to a minimum and we want to protect ourselves and the students as best we can.
Below is some information regarding how we behave at Grunnskóli Fjallabyggðar when it comes to disease control.
If an infection occurs in the school, infection tracking starts. The school could then, in whole or in part, go into a processing quarantine that can last for up to two to four days. At that time, infections are being traced and those who need to be quarantined are to be contacted. After the quarantine is processed, it becomes clear who needs to go into quarantine. All information will come from the school if this happens and we will ensure that parents are well informed via email and other means if necessary. Parents are encouraged to keep an eye on their emails. It is extremely important that parents, students and staff feel safe and know that Fjallabyggð Primary School takes good care of infection control.
Let's be careful. We work on this together.