Farsæld barna

Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 - 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns.

Tengiliðir í Grunnskóla Fjallabyggðar:

Erla Gunnlaugsdóttir fyrir Norðurgötu 1.-5. bekk netfang erlag@fjallaskolar.is

Margrét Guðmundsdóttir fyrir Tjarnarstíg 6.-10. bekk netfang margret@fjallaskolar.is

 

Foreldrar og börn geta leitað beint til tengiliðar og sent beiðni um viðtal við tengilið skólans á eftirfarandi hlekk:

Beiðni um viðtal við tengilið eyðublað

 

Hér eru upplýsingar um farsæld barna í Fjallabyggð