- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
EINSTAKLINGSBUNDIN TILFÆRSLUÁÆTLUN Grunnskóla Fjallabyggðar
Í 17. grein reglugerðar um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010 segir:
„Þegar nemandi nýtur sérúrræða, skv. ákvæðum þessa kafla, skulu kennarar, og aðrir fagaðilar ásamt nemandanum og foreldrum hans, taka þátt í mótun og gerð tilfærsluáætlunar sem byggir á einstaklingsáætlun og öðrum gögnum og skal miða við að undirbúningur hennar hefjist í 9. bekk. Í áætluninni skulu vera upplýsingar um skólagöngu nemandans, núverandi aðstæður og stöðu og áform hans um frekara nám. Ennfremur aðrar upplýsingar vegna fyrirhugaðs náms hans við hæfi í framhaldsskóla og síðar fyrir þátttöku í atvinnulífi.“
Tilgangurinn með tilfærsluáætlun er að miðla upplýsingum um skólagöngu nemenda, núverandi aðstæður ásamt stöðu og áformum þeirra um frekara nám, á milli skólastiga og ákveðin af teymi sem sér um málefni nemendans. Við lok 10. bekkjar skal nemanda með miklar sérþarfir standa til boða að fara í kynnisferð í framhaldsskóla ásamt sérfræðingi skólans og foreldrum/forráðamönnum. Þar mun nemandinn fá fræðslu um uppbyggingu starfsdeildarinnar, námið og fleira.
Tilfærsluáætlanir nemenda með sérþarfir eru á ábyrgð deildarstjóra sérkennslu, sérkennara unglingastigs, umsjónarkennara, og náms- og starfsráðgjafa, eftir eðli máls.