13.02.2012
Opinn foreldrafundur 14. febrúar 2012
Tjarnarborg
Kl. 18.00 -19.30
Lesa meira
10.02.2012
Á morgun er 112 dagurinn, í tilefni af honum var brunaæfing í skólahúsinu við Norðurgötu.
Lesa meira
09.02.2012
Líkt og síðustu ár komu nemendur yngri deildarinnar saman í íþróttasalnum og blótuðu Þorrann. Komu nemendur með
þorranesti að heiman og mátti þar m.a. sjá sviðasultu, slátur, harðfisk, flatbrauð, sviðakjamma og að sjálfsögðu
hákarl.
Lesa meira
14.02.2012
Opinn foreldrafundur 14. febrúar 2012
Tjarnarborg
Kl. 18.00 -19.30
Dagskrá:
1. Samgöngur
á milli byggðarkjarna. Nýtt fyrirkomulag?
Bæjarstjóri ásamt
íþrótta- og tómstundafulltrúa, fara yfir stöðuna.
2. Breytingar á
skipulagi skólastarfs næsta haust.
Skólastjóri kynnir áformum um
sameiningu miðstigs á næsta skólaári.
3. Kynning á
byggingaáformum við skólahús GF í Ólafsfirði og Siglufirði. Bæjarstjóri kynnir teikningar og áætlanir um
byggingaáform.
4. Forvarnir í
Fjallabyggð.
Íþrótta- og
tómstundafulltrúi kynnir áform um forvarnastarf.
5. Aðalnámskrá grunnskóla.
Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnir
nýja aðalnámskrá.
6. Kynning á
Uppeldi til ábyrgðar –uppbygging sjálfsaga.
Kennarar kynna vinnu sem fram hefur farið s.l. ár
með starfsfólki og nemendum skólans.
Allir velkomnir
Lesa meira
02.02.2012
Í gær var skíðadagur hjá eldri deildinni og var mikið fjör í Skarðinu á Siglufirði þar voru tvær neðstu lyfturnar opnar.
Veðrið var ekki alveg upp á það besta, rigning og nokkur vindur en þeir sem klæddu sig eftir veðri skemmtu sér mjög vel og voru að alveg
frá kl. 9.00 til 12.30.
Lesa meira
01.02.2012
Fimmtudaginn 2. febrúar kl. 17:30 verður söng- og hæfileikakeppni grunnskólans haldin í Tjarnarborg.
Keppendur koma úr 1.-10. bekk og taka þátt ýmist einir eða í hóp.
Rúta fer frá Torginu kl. 17:05 og heim aftur að keppni lokinni
Enginn aðgangseyrir
Allir velkomnir!
Lesa meira
01.02.2012
Þessa dagana eru framkvæmdir í fullum gangi á skólalóðinni við Tjarnarstíg. Nemendur fylgjast spenntir með og í
frímínútum í dag var mest spennandi að fylgjast með gröfunni moka skólalóðina í sundur. Þar sem fleiri en nemendur og
starfsfólk skólans eru spenntir yfir gangi mála munum við setja reglulega inn myndir á myndasíðuna.
Lesa meira
31.01.2012
Það var skemmtilegt í Skarðinu í morgun þegar krakkarnir á yngra stiginu á Siglufirði renndu
sér þar á sleðum og skíðum.
Hér sjáum við tvær saman, skíðakennarann og duglegan nemanda.
Lesa meira
30.01.2012
Nú hefur verið gefin út ný aksturstafla. Hún tekur gildi mánudaginn 30. janúar 2012. Ekki er um miklar breytingar að ræða frá fyrri
töflu og gildir hún þar til annað verður tekið fram.
Tímaáætlun skólabíls
Lesa meira
27.01.2012
Krakkarnir við Norðurgötu sungu til sólarinnar
Lesa meira