Fréttir

Skíðadegi frestað

Í ljósi breytts veðurútlits frestum við skíðadegi hjá unglingadeild skólans sem vera átti á morgun miðvikudaginn 25. janúar. Kennsla skv. stundaskrá hefst kl. 9 og mæta nemendur því með skólatösku. Skólabíllinn fer frá Ólafsfirði kl. 8.40 Tekin verður ákvörðun um hvort það sama eigi við í yngri deildinni við Tjarnarstíg í fyrramálið.  skólastjóri
Lesa meira

Skíðadagur

Á morgun miðvikudag er stefnt á skíðadag hjá unglingastiginu og yngri deildinni Ólafsfjarðarmegin. Nánari upplýsingar um hvernig deginum verður háttað hafa nemendur fengið í bréfi með sér heim eða í tölvupósti. Skíðadagur hjá yngri deildinni Siglufjarðarmegin verður auglýstur síðar.
Lesa meira

Líf og fjör á skólalóðinni við Tjarnarstíg

Nú má sjá fyrstu ummerki um að framkvæmdir séu að hefjast við Tjarnarstíg. Byrjað er að girða fyrir byggingarframkvæmdirnar og stórar vinnuvélar skreyta nú skólalóðina.  Nemendur fylgjast vel með öllu saman en láta þetta þó ekki trufla sig við sínar eigin framkvæmdir. Nú þegar við höfum svona fínan snjó bygga þau virki í kringum skólalóðina og njóta þess að leika sér í snjónum. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í frímínútunum í morgun. Sjá fleiri myndir í lesa meira.
Lesa meira

Tilkynningin um skólahald 10. janúar 2012

Vegna veðurs og versnandi veðurútlits fellur skólaakstur niður í dag í Fjallabyggð. Skólastarf í unglingadeild verður fyrir þá sem komast.  Foreldrar barna í yngri deildum meta aðstæður en skólastarf verður fyrir þá sem koma í skólann.   Af öryggisástæðum er mikilvægt að foreldrar tilkynni forföll símleiðis s:464-9150 eða með tölvupósti á netfangið helga@fjallaskolar.is
Lesa meira

Foreldrafundir

Á næstu vikum verða foreldrafundir í ölllum bekkjum samkvæmt skóladagatali. Hægt er að sjá áætlaðar dagsetningarnar hér til hliðar á dagatalinu eða á skóladagatalinu sem er undir ýmis skjöl. Umsjónarkennarar munu setja niður tímasetningar og senda nánari upplýsingar um það heim þegar að því kemur.
Lesa meira

Gleðilegt ár

Á morgun miðvikudag hefst skóli á nýjan leik samkvæmt stundatöflu. Einhverjar breytingar hafa verið gerðar á rútuáætlun og má sjá eftirfarandi frétt á heimasíðu Fjallabyggðar. Þar sem áætlunarakstur frá Siglufirði til akureyrar er væntanlegur og breytinga er að vænta varðandi frístundaakstur verður aðeins gefin út aksturstafla fyrir fyrstu tvær vikurnar árið 2012, töfluna má finna hér.
Lesa meira

Jólakveðja!        Við óskum íbúum og fyrirtækjum í  Fjallabyggð  gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.   Grunnskóli Fjallabyggðar
Lesa meira

Piparkökuhúsasamkeppni

Ein af vinsælustu smiðjunum hjá 9. og 10. bekk síðustu vikurnar fyrir jólafrí var piparkökuhúsasmiðjan. Í smiðjunni voru 20 nemendur, var þeim skipt í sjö hópa og kepptu hóparnir sín á milli að hanna og baka fallegasta piparkökuhúsið.
Lesa meira

Mugison tónleikar á morgun

Á morgun  fimmtudaginn 15. desember kemur óvæntur gestur í heimsókn. Mugison ætlar að halda tónleika í Siglufjarðarkirkju sérstaklega fyrir grunnskólabörn í Fjallabyggð. Tónleikarnir verða klukkan 13:00.   Skipulagið verður eftirfarandi: Unglingadeild (8.-10. bekkur) - kennslu lýkur 12:50  til þess að nemendur geti sótt tónleikana. Siglufjörður (5.-7. bekkur) - kennslu lýkur 12:50  til þess að nemendur geti sótt tónleikana.   Ólafsfjörður (5.-7. bekkur) - nemendur geta tekið rútuna 12:30 yfir á Siglufjörð og heim aftur að loknum tónleikum. Yngri deildir Siglufjörður - (1.-4. bekkur) -  foreldrar eiga kost á að sækja börn sín kl: 12:45 og fara með þau á tónleikana, annars er hefðbundin kennsla til 13:00 Ólafsfjörður (1.-4. bekkur) - foreldrar eiga kost á að sækja börn sín 12:30 og fara með þau á tónleikana, annars er hefðbundin kennsla til 13:00. Tekið skal fram að tónleikar Mugisons eru á hans eigin vegum og að frítt er á tónleikana.  Skólinn er með þessu skipulagi að leggja sitt að mörkum til að nemendur komist ef áhugi er fyrir hendi. Foreldrum er velkomið að mæta á tónleikana.
Lesa meira

Glæsilegir fulltrúar í Stíl

Á dögunum sýndu fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Neon samnemendum sínum kjólinn sem þær hönnuðu fyrir Stíl en Stíll er keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema.
Lesa meira