Finn skíðadagur hjá eldri deildinni

Það var kalsalegt eins og sjá má
Það var kalsalegt eins og sjá má
Í gær var skíðadagur hjá eldri deildinni og var mikið fjör í Skarðinu á Siglufirði þar voru tvær neðstu lyfturnar opnar. Veðrið var ekki alveg upp á það besta, rigning og nokkur vindur en þeir sem klæddu sig eftir veðri skemmtu sér mjög vel og voru að alveg frá kl. 9.00 til 12.30. Þó nokkrir voru á skíðum en aðrir á brettum, sleðum og snjóþotum ýmiskonar. Skíðafélögin buðu nemendum upp á kakó og var það vel þegið þegar fólk kom inn úr bleytunni.