Fréttir

Vorskemmtun yngri deildar á Siglufirði

Fimmtudaginn 29. mars verður hin árlega Vorskemmtun 1. - 7. bekkjar á Siglufirði haldin í Allanum. Sem fyrr verða tvær sýningar í boði. Fyrri sýningin er kl. 16.00 og hin síðari kl. 20.00.
Lesa meira

Árshátíð yngri deildar Ólafsfirði í dag kl 17:00 sýnishorn

Undirbúningur fyrir árshátíðna gengur vel, í morgun var rennsli hjá krökkunum, hægt er að sjá smá sýnishorn hér.
Lesa meira

5. bekkur á Siglufirði hittir nemendur í Scoil Iosaef Naofa á Írlandi á skype.

Skypefundur 5. bekkjar SG og Scoil Iosaef Naofa á Írlandi var síðast liðinn fimmtudag. Írski skólinn er í bænum Cobh, sem er í Cork og búa þar rúmlega 10 þúsund manns. Íslensku krakkarnir höfðu æft írska þjóðlagið “Oro Blog Liom I” og hinir írsku æfðu sig á  “Krummi svaf í klettagjá”. Bekkirnir sungu hvor fyrir annan og svo saman. Nánar um samstarfsverkefni bekkjanna er á sameiginlegri heimasíðu skólanna http://scoiliosaefnaofa.com/Godwit.htm
Lesa meira

Árshátíð yngri deildar á Ólafsfirði

Árshátíð yngri deildarinn verður haldin á þriðjudaginn kl 17:00 Sjá nánar hér
Lesa meira

Árshátíð yngri deildar Ólafsfirði frestað

Árshátíð yngri deildar Ólafsfirði sem vera átti á morgun fimmtudag, er frestað til þriðjudagsins 27. mars.  
Lesa meira

Glæsileg árshátíð eldri deildar

Eldri deild skólans hélt árshátíð sína í Tjarnarborg á dögunum. Var þar glatt á hjalla, eins og lög gera ráð fyrir, og allir í sínu fínasta pússi. Hver bekkur var með skemmtiatriði og boðið var upp á ljúffengan veislumat.
Lesa meira

Sigríður Alma nemandi við skólann vann til verðlauna á lokaathöfn nótunnar.

Á vef tónskólans má sjá eftirfarandi frétt: Sigríður Alma Axelsdóttir fékk viðurkenningu fyrir besta frumsamda efnið á grunnstigi á lokaathöfn Nótunnar í Hörpunni í gær (sunnudaginn 19. mars). Á lokaathöfn Nótunnar fengu níu framúrskarandi tónlistaratriði Nótuna 2012 verðlaun, en þar að auki var eitt atriði strengjasveit frá Tónlistarskólanum í Reykjavík verðlaunað sérstaklega með farandgrip sem skólinn varðveitir fram að næstu keppni. Við Óskum Sigriði Ölmu til hamingju með glæsilegan árangur.
Lesa meira

Samstarf leik- og grunnskóla

Við skólann  starfa ýmis fagteymi sem vinna að því að bæta skólastarfið. Dæmi um slíkt   teymi er  samstarf  leik- og grunnskólakennarar. Því er ætlað að auka og viðhalda samvinnu leik- og grunnskóla Fjallabyggðar svo samfella verði í starfi nemenda sem fara á milli skólastiga. Í teyminu eiga sæti fyrir hönd grunnskólans: Ólöf Kristín Ásgeirsdóttir og Mundína Valdís Bjarnadóttir. Hluti af störfum teymisins er að skipuleggja reglulegar heimsóknir leikskólabarna í skólann. Í gær komu elstu börn leikskólans á Ólafsfirði ásamt Þuríði Guðbjörnsdóttur í heimsók í smíða og textíltíma hjá 1. bekk. Þar fengu þau að  taka þátt í vinnunni sem fór fram og fengu sérstaka aðstoð frá 1.og 2. bekk.  Embla Þóra og Amalía Björk Jason Karl og Amanda Ósk
Lesa meira

Eggert Geir Axelsson sigurvegari á lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Mynd tekin af vef Dalvíkurskóla Í gær fór fram lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar í Bergi á Dalvík. Það var Eggert Geir Axelsson nemandi við Grunnskóla Fjallabyggðar sem sigraði eftir jafna og skemmtilega keppni. Einnig kepptu þau  Eduard Constantin Bors,  Sandra Líf Ásmundsdóttir og Þorgeir Örn Sigurbjörnsson fyrir hönd skólans, varamaður þeirra var Sólrún Anna Ingvarsdóttir. Það voru síðan Patrekur Óli Gústafsson og Eiður Máni Júlíusson  nemendur úr Dalvíkurskóla sem lentu í 2. og 3. sæti.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin 14. mars kl 14:00

29. feb s.l. var haldin innanskólakeppni stóru upplestrarkeppninnar í bókasafninu á Siglufirði. Þar komust áfram þau:  Eduard Constantin Bors, Eggert Axelsson, Sandra Líf Ásmundsdóttir og  Þorgeir Örn Sigurbjörnsson. Varamaður verður Sólrún Anna Ingvarsdóttir. Þessir nemendur munu síðan keppa á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Menningahúsinu Bergi á Dalvík miðvikudaginn 14. mars kl 14:00.
Lesa meira