Tiltektardagur - Ruslakeppni

Hér má sjá bláa hópinn í Ólafsfirði með afrakstur sinn
Hér má sjá bláa hópinn í Ólafsfirði með afrakstur sinn
Í dag var hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar og dagurinn notaður til að snyrta umhverfið í báðum bæjarkjörnum sveitarfélagsins. Nemendum frá Ólafsfirði var skipt í tvo hópa og hreinsuðu þeir til í sitt hvorum bæjarhuta Ólafsfjarðar og sama á við um siglfirsku nemendurna en þeir hreinsuðu til á Siglufirði. Keppt var um hvor hópurinn safnaði meira af rusli í hvorum bæ fyrir sig. Var mikið kapp í fólki og gekk hreinsunin vel.
Rauði hópurinn í Ólafsfirði