09.10.2012
Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9.
október í skólahúsinu Ólafsfirði og hefst kl. 20. Eftirtaldir foreldrar gefa áfram kost á sér í
stjórn: Gunnar Smári Helgason, Auður Eggertsdóttir, Hrönn Gylfadóttir og Rut Viðarsdóttir. Eftirtaldir
nýliðar gefa kost á sér í stjórn Foreldrafélagsins; Katrín Freysdóttir og Sigurður
Ægisson.
Lesa meira
01.10.2012
Á morgun er fyrirhugaður hreystidagur og er helsta viðfangsefnið að taka þátt í Norræna skólahlaupinu.
Dagskrá er á þá leið að fyrstu tvo tímana er venjuleg kennsla, síðan halda nemendur yngri deildarinnar á Siglufirði með rútu
til Ólafsfjarðar þar sem nemendur 1. – 7. bekkjar munu eiga daginn saman við hlaup, sund og leiki í salnum. Nemendur eldri deildar byrja
að hlaupa/ganga um kl. 10 og er lágmarksvegalengd hvers nemenda 5 km en þeir viljugustu geta farið allt að 10 km. Keppt verður milli bekkja hverjir leggja lengsta
vegalengd að baki. Eftir hádegi verður sundkeppni milli bekkja og skóladegi lýkur kl. 13.30.
Lesa meira
25.09.2012
Næstkomandi föstudag, 28. sept., fer haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra og skólastjórafélags sama svæðis fram á
Sauðárkróki. Kennarar og stjórnendur í Grunnskóla Fjallabyggðar ákváðu á sínum tíma að tengjast frekar í
vestur en austur og sækja því haustþing þessa félagsskapar.
Lesa meira
19.09.2012
Nú er lokið kosningu fulltrúa skólans í ungmennaráð Fjallabyggðar, í kjöri voru nemendur úr 9. og 10. bekk og buðu nokkrir sig
fram. Ungmennaráðið er ráðgefandi um málefni ungs fólk í Fjallabyggð og fundar einu sinni í mánuði.
Lesa meira
18.09.2012
Í þessari viku standa samræmd próf yfir. Nemendur 10. bekkjar tóku próf í íslensku í gær, taka próf í ensku í
dag og stærðfræði á morgun.
Lesa meira
13.09.2012
Nú fer að líða á seinni hluta ferðarinna hjá 7. bekk í skólabúðunum að Reykjum. Nemendur skólans hafa verið til
fyrirmyndar og njóta þess að vera hérna. Kennslustundirnar hjá þeim eru fjölbreyttar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi. Að loknum kennslustundum dunda þau sér í spilasalnum, sundi, skoða hitt kynið og ýmislegt fleira.
Hér koma reglulega inn myndir úr ferðinni.
Bestu kveðjur frá Reykjum :)
Lesa meira
12.09.2012
Heimili og skóli fagna 20 ára afmæli samtakanna 17. september nk. og af því tilefni er
blásið til málþings í Gerðubergi þar sem samtökin voru stofnuð. Rætt verður um samráð við breytingar á
skólastarfi. Hvað er samráð? Hver er réttur foreldra og barna? Þessum spurningum og fleiri verður leitast við að svara á málþinginu
en yfirskriftin er Samráð í sátt.
Lesa meira
12.09.2012
Þessa vikuna eru nemendur 7. bekkjar í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Vegna óveðurs komust þau ekki af stað fyrr en
á þriðjudagsmorgni í stað mánudags og því er vist þeirra einum degi styttri en ella.
Lesa meira
07.09.2012
Nú á haustdögum eru 220 nemendur skráðir í skólann og er það töluverð fækkun frá síðasta skólaári
því þá voru þeir 257. Líkt og síðustu ár má helst rekja fækkunina til þess að stórir árgangar eru að
útskrifast en mun færri hefja nám í fyrsta bekk. Í vor útskrifuðust 44 nemendur úr 10. bekk en 13 hefja nám í 1. bekk
þetta haustið.
Lesa meira
06.09.2012
Í gær heimsótti Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Fjallabyggðar nemendur 9. og 10. bekkjar og kynnti
fyrir þeim hlutverk Ungmennaráðs Fjallabyggðar og óskaði eftir framboðum í ráðið frá nemendum.
Lesa meira