01.11.2012
Í dag var þemadagur hjá yngri deildinni og var hann tileinkaður uppbyggingarstefnunni.
Nemendur fengu fræðslu um þarfirnar, en samkvæmt uppbyggingarstefnunni erum við öll með fimm grunnþarfir sem eru
þó misríkar hjá hverju og einu okkar og hafa mismikil áhrif á líf okkar. Þessar þarfir eru: Öryggi, tilheyra, frelsi, áhrif og
gleði. Nemendur unnu svo ýmis verkefni í tengslum við sínar þarfir og hér er hægt að
sjá vinnu 6. og 7. bekkjar.
Greining þessara þarfa hjálpar okkur m.a. að skilja af hverju við bregðumst misjafnlega við þeim verkefnum sem við
mætum.
Gleði – ánægja
- Skemmtun
- Fagna
- Hlátur
- Brandarar
- Kjánalæti
- Spil og leikir
Frelsi - sjálfstæði
- Velja sjálf(ur)
- Ákveða sjálf(ur)
- Eiga möguleika
- Nýta tækifæri
- Athafnasemi
- Eirðarleysi
Ást - umhyggjaAð tilheyra
- Vinátta
- Væntumþykja
- Vinna í hópi
- Kynnast mörgum
- Skoðanir annarra
skipta miklu máli
Áhrifavald - árangur
- Standa sig vel
- Vera mikilvægur
- Viðurkenning
- Ráða við
- Forðast mistök
- Gott skipulag