Grunnþarfirnar fimm

Í gær var unnin skemmtileg þemavinna í eldri deildinni í tengslum við uppbyggingarstefnuna. Nemendur fengu fræðslu um þarfirnar, en samkvæmt uppbyggingarstefnunni erum við öll með fimm grunnþarfir sem eru þó misríkar hjá hverju og einu okkar og hafa mismikil áhrif á líf okkar. Þessar þarfir eru: Öryggi, tilheyra, frelsi, áhrif og gleði. Nemendur greindu sína sterkustu þörf og merktu inn á sameiginleg veggspjöld sem hengd verða upp  í skólanum. Greining þessara þarfa hjálpar okkur m.a. að skilja af hverju við bregðumst misjafnlega við þeim verkefnum sem við mætum.

Fimmtudaginn 1. nóvember fer svipuð vinna fram hjá yngri deildinni.