Fréttir

Næstu dagar

Seinnipartinn í dag og á morgun fimmtudag munu umsjónarkennarar bjóða nemendum og forráðamönnum þeirra í foreldraviðtöl.  Á föstudaginn er svo skipulagsdagur kennara og frí hjá nemendum. Morgunrútan kl 7:35 fellur niður af þessum sökum og einnig fellur niður rútuakstur félagsmiðstöðvarinnar á föstudags- og mánudagskvöld vegna SamFestingsins.   
Lesa meira

Frábær útivistar- og skíðadagur í eldri deild

Í dag var hreystidagur hjá eldri deildinni og var hann tileinkaður útivist og skíðaiðkun. Veðrið lék við okkur og allir skemmtu sér hið besta. Hægt var að velja á milli þess að fara á skíði, bretti eða sleða á skíðasvæðinu í Skarðinu, á gönguskíði við Hól eða í gönguferð eftir Ríplunum og alla leið upp í Skarð. Flestir voru í Skarðinu og var virkni nemenda til fyrirmyndar. Það var mikið líf og fjör í Skarðinu og allir skemmtu sér hið besta
Lesa meira

Þorrablót við Norðurgötu

Á dögunum var haldið þorrablót hjá krökkunum í 1.-4. bekk við Norðurgötu. Komið var saman í íþróttasalnum með þorrakræsingar að heiman, sungin nokkur þorralög við undirleik Tóta kennara og nokkrir eldri borgarar komu í heimsókn.
Lesa meira

Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar

   Í gær var haldin undankeppni Stóru Upplestrarkeppninnar hér við Grunnskólann. Það eru nemendur 7. bekkjar sem taka þátt í keppninni. Meginmarkmið verkefnisins  er að efla íslenskt mál og færni nemenda í notkun þess. Vandvirkni og virðing eru aðalsmerki starfsins og mikil vinna og metnaður er lagður í undirbúning fyrir keppnina. Fjórir nemendur og einn varamaður voru valin í gær til að keppa fyrir hönd skólans í Stóru Upplestrarkeppninni sem haldin verður í Tjarnarborg 5. Mars n.k. Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir Guðmundur Árni Andrésson Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir Þórey Hekla Ægisdóttir Varamaður verður Helgi Fannar Jónsson Hægt er að sjá fleiri myndir hér.    
Lesa meira

Líf og fjör í matreiðslu

Í nýja eldhúsinu við Tjarnarstíg er nú búið að elda ýmislegt og ilminn úr eldhúsinu má oft finna langar leiðir.  Nýverið í tíma hjá öðrum bekk var þó ekki verið að elda mat heldur fengu nemendur að skera niður grænmeti og ávexti og útbúa skemmtilegar fígúru. Hægt er að sjá fleiri myndir hér.
Lesa meira

Þorrablót við Tjarnarstíg

Í hádeginu í dag var haldið tvö Þorrablót við Tjarnarstíg. Nemendur í 1. -4. bekk byrjuðu með sitt þorrablót þar sem þau gæddu sér á íslenskum þorramat og að honum loknum sungu þau hástöfum þorralög við undirspil frá tónmenntakennurunum Ave og Steina. 5.-7. bekkur hélt síðan sitt þorrablót en á því blóti voru nú talsvert fleiri til að njóta matarins og syngja þorralög við undirspil frá Ave og Steina. Fleiri myndir af þorrablótunum má sjá hér
Lesa meira

Opinn foreldrafundur 14. febrúar 2013 í Tjarnarborg Kl. 17.30 -19.00

Opinn foreldrafundur verður 14. febrúar 2013 í Tjarnarborg  Kl. 17.30 -19.00 Dagskrá: 1.        Netöryggi barna og unglinga Guðjón H. Hauksson frá SAFT 2.        Kynning á Menntaskólanum á Tröllaskaga Lára Stefánsdóttir skólameistari 3.        Helstu niðurstöður Olweusarkönnunar um einelti - Hver er ábyrgð samfélagsins? Karítas Skarphéðinsdóttir Neff verkefnisstjóri Olweusar Allir velkomnir
Lesa meira

112 dagur

Í dag er 112 dagur og í tilefni hans var haldin brunaæfing á öllum starfsstöðum skólans. Fulltrúar frá slökkviliðinu komu og fylgdust með og gengu æfingarnar almennt vel. sjá fleiri myndir neðar
Lesa meira

Olweusardagurinn hjá 1. - 4. bekk í síðustu viku

Í síðustu viku var myndin Katla gamla tekin fyrir í Byrjendalæsinu í 1.-4. bekk  og öll vinna þessa vikuna tengdist henni og eineltisumræðum og verkefni, eins og t.d. spil, leikræn tjáning, spurningalistar og myndverk gerð  í þeim tilgangi að minna á að koma vel fram hvert við annað og leggja ekki í einelti. Á myndinni má sjá nemanda velta fyrir sér eineltishringnum.  Þar er sýnd staða þolandans, þar sem hann er skilinn útundan og með því að vinna með eineltishringinn geta börn áttað sig á hvað þau geta sjálf gert til þess að hjálpa þeim sem líður illa vegna eineltis.
Lesa meira

Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 31. janúar kl. 17 verður hæfileikakeppni grunnskólans haldin í Tjarnarborg.   Keppendur koma af öllum aldursstigum og taka þátt ýmist einir eða í hóp.   Rúta fer frá Torginu kl. 16:30 og til baka að keppni lokinni. Enginn aðgangseyrir  Allir velkomnir!  
Lesa meira