11.09.2013
Krakkarnir í 1. og 2. bekk eru mjög duglegir og á dögunum tóku þau sig til og hreinsuðu skólabalann á Siglufirði, sem þeim
þótti ekki líta nógu vel út. Afraksturinn var rusl í nokkra haldapoka og var mun þrifalegra um að litast á skólabalanum eftir að
hreinsunargengið hafði farið þar um.
Lesa meira
10.09.2013
Nemendur skólans hafa verið duglegir í útivistinni í haust eins og fréttirnar hér bera með sér. Á dögunum fóru nemendur 3.
og 4. bekkjar við Norðurgötu í góða gönguferð að Stóra-bola og létu ekki smá vindstrekking á sig fá.
Lesa meira
09.09.2013
S.l föstudag var hreystidagur en hreystidagurinn í september er gjarnan nýttur í göngu og skoðunarferðir. Unglingastigið gekk að þessu sinni
í blíðskaparveðri hringinn í kringum Ólafsfjarðarvatn en hringurinn er u.þ.b. 17 km.
Lesa meira
05.09.2013
Næstu tvær vikur verða
haldnir foreldrafundir fyrir alla bekki, hér fyrir neðan má sjá skipulag næstu viku.
9.sept - 10.bekkur kl. 18.00
10.sept – 9.bekkur kl. 18.00
11.sept – 8. Bekkur kl. 18.00
12.sept – 7.bekkur kl. 18.00
Lesa meira
05.09.2013
1. og 2. bekkur við Norðurgötu fór í langan göngutúr í morgun út í Bakka. Þar var farið í berjamó og ýmis
undur náttúrunnar skoðuð. Veðrið lék við okkur og allir voru duglegir og kátir.
Lesa meira
03.09.2013
Skólastarfið fer vel af stað nú á haustdögum. Nemendur koma endurnærðir til vinnu og náms eftir gott sumar tilbúnir að takast á
við verkefni vetrarins. Skráðir nemendur í upphafi skólaárs eru 206 talsins og er það fækkun um nærri 20 nemendur frá
síðasta skólaári.
Lesa meira
29.08.2013
Skólastarf er byrjað á ný og börnin okkar komin út í umferðina. Ástæða er til að benda á nýja
gönguleið sem nemendur á Siglufirði fara í hádeginu til að komast í mat. Nú fara nemendur yfir Aðalgötu og Gránugötu til
þess að komast í Rauðku. Báðar þessar götur eru mikilvægar umferðaræðar og umferð töluverð um hádegisbil. Við
biðjum akandi vegfarendur að fara með gát.
Skólastjóri
Lesa meira
29.08.2013
Í gær gengu nemendur við Tjarnarstíg hinar
ýmsar gönguleiðir um Ólafsfjörð í blíðskaparveðri. Ákveðið var að grípa góða veðrið og flýta fyrir hreystideginum sem vera átti 6. Sept.
1. -4. Bekkur gekk frá Kleifunum inn í
Árdal
5. bekkur gekk í Brimnesdalinn
6. bekkur gekk í Burstabrekkudalinn
7. bekkur gekk frá Kleifunum inn í Fossdal
Gangan gekk vel í alla staði og veðrið lék við mannskapinn sem skilað sér heim um
hádegisbil berjablár með bros á vör.
Lesa meira
26.08.2013
Skólinn verður settur mánudaginn 26. ágúst sem hér segir.
8.-10. bekkur við Hlíðarveg Siglufirði kl. 10.00
Skólarúta fer frá skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði kl. 9.40 og til baka eftir skólasetningu kl. 10.30.
1.-4. bekkur við Norðurgötu Siglufirði kl. 11.00
1.-7. bekkur við Tjarnarstíg Ólafsfirði kl. 13.00
Skólarúta fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði kl. 12.40 og til baka eftir skólasetningu kl. 13.30
Nemendur 1.bekkjar verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara.
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 27.ágúst n.k.
Með von um góðan og farsælan vetur og gott samstarf.
Skólastjórnendur.
Lesa meira
20.06.2013
Nú stendur yfir vinna við að skipuleggja næsta skólaár.
Skóladagatal næsta vetrar má finna hér . Eins geta foreldrar nálgast innkaupalista
bekkjanna hér . Við vonum
að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í sumarfríinu.
Lesa meira