07.11.2013
Mánudaginn 11. nóvember ætlar Menntaskólinn á Tröllaskaga í samstarfi
við Sambíó að bjóða nemendum sínum og nemendum í eldri bekkjum grunnskóla Dalvíkur og Fjallabyggðar í bíó
á myndina Disconnect .
Disconnect er
gríðarlega áhrifamikil mynd sem líður áhorfendum seint úr minni Hér eru sagðar þrjár aðskildar sögur sem tengjast
internetinu og enda sem ein heild.
Fyrsta sagan er um
lögfræðing sem áttar sig á því að sonur hans er orðinn fórnarlamb skelfilegs eineltis eftir að hafa opinberað sig á
spjallrás. Um leið kynnumst við drengnum sem stendur fyrir eineltinu og föður hans sem er fyrrverandi lögreglumaður. Önnur sagan er um ung hjón sem
verða fyrir því að bankareikningar þeirra eru tæmdir. Þriðja sagan er síðan um blaðakonu sem gerir alvarleg
mistök.
Sýning fyrir 8. 9. og 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar verður kl.
17:00
Rúta fer frá
torginu Siglufirði kl. 16:15 og heim aftur eftir myndina
Lesa meira
04.11.2013
Mynd: Gunnlaugur Guðleifsson
Nú á dögunum færði Sparisjóður Siglufjarðar skólanum tvær ipad mini
spjaldtölvur í tilefni 140 ára afmælis Sparisjóðsins. Guðlaug Dagný Guðmundsdóttir formaður afmælisnefndar Sparisjóðsins
og Ólafur Jónsson Sparisjóðsstjóri afhentu Jónínu Magnúsdóttur tölvurnar.
Ekki leikur vafi á að tölvurnar munu nýtast vel og auka gæði
skólastarfsins og færum við kærar þakkir fyrir.
Lesa meira
31.10.2013
MEIRIHLUTI ÍSLENSKRA BARNA OG UNGLINGA SKOÐAR SAMSKIPTASÍÐUR DAGLEGA
SAFT1 stóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um notkun
barna og unglinga á netinu og nýta í kjölfarið þær upplýsingar til vitundarvakningar um möguleika netsins og örugga netnotkun barna og
unglinga.
Sjá tilkynninguna og niðurstöðu könnunarinnar í heild sinni hér fyrir neðan.
Fréttatilkynning
Fylgiskjal/niðurstöður
Lesa meira
29.10.2013
Ágætu foreldrar og forráðamenn
Tími endurskinsmerkja er runninn upp og samkvæmt venju hafa umsjónarkennarar hvatt
nemendur sína til að taka þau í notkun. Við viljum minna alla nemendur á að nota endurskinsmerki og helst endurskinsvesti. Einnig viljum við minna á
að þeir sem ferðast um á hjóli verða að útvega sér ljós á hjólið, bæði að framan og aftan. Við hvetjum
alla foreldra og forráðamenn til að fylgja þessu eftir heima og aðstoða börn sín að setja merkin á réttu staðina.
Endurskinsmerkin og vestin eru lífsnauðsynleg eftir að dimma tekur. Sjónarhorn
ökumanna er annað en gangandi og hjólandi vegfarenda þegar ferðast er um í myrkri. Ökumenn sjá ekki aðra vegfarendur úr fjarlægð nema
að þeir noti ljós og/eða gott endurskin.
Höfum þetta hugfast og verum vel upplýst í umferðinni!
Endurskinskveðja
Lesa meira
23.10.2013
Í dag hélt Kristján Guðmundsson frá Dalvík áhrifaríkan fyrirlestur fyrir eldri deild skólans, í boði Sparisjóðs
Siglufjarðar, og sátu nemendur og hlustuðu af athygli í þá klukkustund sem fyrirlesturinn varði. Kristján lenti í mjög alvarlegu slysi
í löndun á Dalvík fyrir nokkrum árum, þegar fiskikör hrundu yfir hann, og var vart hugað líf fyrstu vikurnar, svo illa meiddist hann. Með
ótrúlegri þrautseigju og jákvæðni tókst Kristjáni að ná það góðri heilsu að hann getur gengið og lifað
ágætu lífi þó enn sé töluvert í land að ná fullri heilsu, og óvíst að það takist nokkurn tíma.
Kristján ræðir við nemendur og kennarar hlusta af athygli líka
Lesa meira
14.10.2013
Í síðust viku lék veðrið aldeilis við okkur og voru
margir sem nýttu sér það til útiveru. 1. -4. bekkur við Tjarnarstíg var að læra um ýmsa hluti tengda haustinu og nýtti
sér veðrið í það. Hér má sjá tvær myndir af þeim.
Lesa meira
07.10.2013
Í dag heimsótti Einar Mikael töframaður alla
nemendur við skólann og sýndi þeim nokkur töfrabrögð. Óhætt er að segja að nemendur hafi fylgst áhugasamir með eins og
sést á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira
07.10.2013
S.l fimmtudag hljóp unglingastigið hið árlega Norræna skólahlaup.
Þátttaka og áhugi nemenda var til fyrirmyndar og hér fyrir neðan má sjá
niðurstöður hlaupsins.
8. bekkur hljóp 8.4 km á hvern nemenda
9. bekkur hljóp 7.8 km á hvern nemenda
10. bekkur hljóp 6.8 km á hvern nemenda
Yngri bekkirnir hlupu sitt Norræna skólahlaup í ratleiknum í síðustu viku svo
allir nemendur skólans tóku þátt í hlaupinu.
Markmið - með
norræna skólahlaupinu er leitast við:
Að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því
útiveru og hreyfingu
Að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn
og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan
Lesa meira
01.10.2013
Í dag var hreystidagur í skólanum. Yngsta stigið sameinaðist á Siglufirði ásamt unglingastiginu og var miðstigið á Ólafsfirði.
Í þetta sinn var farið í ratleik um bæina og lék veðrið við okkur, sól og blíða. Nemendur fengu kort af þeim bæ sem
þeir voru í og þurftu að finna ákveðna staði sem voru merktir inn á kortið. Á hverri stoppistöð biðu þeirra mismunandi
þrautir. Bæði fyrirtæki og einstaklingar tóku vel á móti nemendum og veittu þeim aðstoð við þrautirnar og færum við
þeim þakkir fyrir það.
Fleiri myndir má sjá í myndasafni.
Lesa meira
23.09.2013
Þessa stundina eru samræmdu prófin að hefjast hjá nemendum í 10. bekk en þessa vikuna munu einnig 4. og 7. bekkur taka sín samræmdu
próf. Hér má sjá dagsetningar á öllum prófunum.
Mánudagur 10. bekkur íslenska
Þriðjudagur 10. bekkur enska
Miðvikudagur 10. bekkur stærðfræði
Fimmtudagur 4. og 7. bekkur íslenska
Föstudagur 4. og 7. bekkur stærðfræði
Lesa meira