23.10.2013
Í dag hélt Kristján Guðmundsson frá Dalvík áhrifaríkan fyrirlestur fyrir eldri deild skólans, í boði Sparisjóðs
Siglufjarðar, og sátu nemendur og hlustuðu af athygli í þá klukkustund sem fyrirlesturinn varði. Kristján lenti í mjög alvarlegu slysi
í löndun á Dalvík fyrir nokkrum árum, þegar fiskikör hrundu yfir hann, og var vart hugað líf fyrstu vikurnar, svo illa meiddist hann. Með
ótrúlegri þrautseigju og jákvæðni tókst Kristjáni að ná það góðri heilsu að hann getur gengið og lifað
ágætu lífi þó enn sé töluvert í land að ná fullri heilsu, og óvíst að það takist nokkurn tíma.
Kristján ræðir við nemendur og kennarar hlusta af athygli líka
Lesa meira
14.10.2013
Í síðust viku lék veðrið aldeilis við okkur og voru
margir sem nýttu sér það til útiveru. 1. -4. bekkur við Tjarnarstíg var að læra um ýmsa hluti tengda haustinu og nýtti
sér veðrið í það. Hér má sjá tvær myndir af þeim.
Lesa meira
07.10.2013
Í dag heimsótti Einar Mikael töframaður alla
nemendur við skólann og sýndi þeim nokkur töfrabrögð. Óhætt er að segja að nemendur hafi fylgst áhugasamir með eins og
sést á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira
07.10.2013
S.l fimmtudag hljóp unglingastigið hið árlega Norræna skólahlaup.
Þátttaka og áhugi nemenda var til fyrirmyndar og hér fyrir neðan má sjá
niðurstöður hlaupsins.
8. bekkur hljóp 8.4 km á hvern nemenda
9. bekkur hljóp 7.8 km á hvern nemenda
10. bekkur hljóp 6.8 km á hvern nemenda
Yngri bekkirnir hlupu sitt Norræna skólahlaup í ratleiknum í síðustu viku svo
allir nemendur skólans tóku þátt í hlaupinu.
Markmið - með
norræna skólahlaupinu er leitast við:
Að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því
útiveru og hreyfingu
Að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn
og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan
Lesa meira
01.10.2013
Í dag var hreystidagur í skólanum. Yngsta stigið sameinaðist á Siglufirði ásamt unglingastiginu og var miðstigið á Ólafsfirði.
Í þetta sinn var farið í ratleik um bæina og lék veðrið við okkur, sól og blíða. Nemendur fengu kort af þeim bæ sem
þeir voru í og þurftu að finna ákveðna staði sem voru merktir inn á kortið. Á hverri stoppistöð biðu þeirra mismunandi
þrautir. Bæði fyrirtæki og einstaklingar tóku vel á móti nemendum og veittu þeim aðstoð við þrautirnar og færum við
þeim þakkir fyrir það.
Fleiri myndir má sjá í myndasafni.
Lesa meira
23.09.2013
Þessa stundina eru samræmdu prófin að hefjast hjá nemendum í 10. bekk en þessa vikuna munu einnig 4. og 7. bekkur taka sín samræmdu
próf. Hér má sjá dagsetningar á öllum prófunum.
Mánudagur 10. bekkur íslenska
Þriðjudagur 10. bekkur enska
Miðvikudagur 10. bekkur stærðfræði
Fimmtudagur 4. og 7. bekkur íslenska
Föstudagur 4. og 7. bekkur stærðfræði
Lesa meira
23.09.2013
Sl. Fimmtudag var farið í safnaferð með 5. og 6. bekk til Skagafjarðar. Nemendur heimsóttu m.a . Hóla í Hjaltadal og fengu fræðlu og
skoðunarferð um Hólakirkju og Auðunarstofu ásamt því að fylgjast með tamningu. Þau
heimsóttu einni Glaumbæ og skelltu sér svo í sund á Sólgörðum áður en haldið var heim. Hægt er að sjá myndir
úr ferðinni hér.
Lesa meira
17.09.2013
Þessa vikuna eru foreldrafundir hjá yngri deildinni sem hér segir
Mánudag fundur hjá 6. bekk
þriðjudag fundur hjá 5. bekk
miðvikudag fundur hjá 3.-4. bekk
fimmtudag fundur hjá 1.-2. bekk
Fundirnir hefjast kl 18:00 nema umsjónarkennarar tilkynni annað.
Lesa meira
13.09.2013
Í dag fóru nemendur að fylgjast með þegar fjárbændur ráku fé sitt í réttir. Féð var rekið
meðfram vatninu austanmegin, í gegnum bæinn og yfir á gamla flugvöllin þar sem búið var að setja upp réttir. Eldri nemendur fylgdu
síðan hópnum yfir í réttirnar og fylgdust með þegar dregið var í dilka og margir fengu að
aðstoða. Hægt er að skoða fleiri myndir hér.
Lesa meira
12.09.2013
Síðasta fimmtudag fór 5. bekkur og gróðursetti 50 birkiplöntur í blíðskapa veðri.
Þau notuðust við gróðurstafi og voru þau fljót að tileinka sér vinnubrögðin. Bekkurinn
gróðursetti plönturnar niður við Ólafsfjarðarvatn. Þar er markmiðið að koma upp fallegum gróðri meðfram
stígnum vonandi öllum sem þar ganga um til ánægju og yndis.
Góður dagur hjá 5. Bekk eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Lesa meira