Fréttir

Breytt fyrirkomulag matartíma við Norðurgötu

Síðari hluta nóvember varð það loks að veruleika að nemendur í 1.-4. bekk við Norðurgötu geta matast í skólanum. Nemendur fá nú matarbakka frá Rauðku í stað þess að fara í Kaffi Rauðku og borða í hverju hádegi. Gengur þetta fyrirkomulag ljómandi vel og hefur minnkað álag á bæði nemendur og þá sem hafa fylgt þeim milli staða í hádeginu. Auk þess er öryggi nemenda nú meira þar sem þeir þurfa ekki að vera á gangi í umferðinni í hádeginu. Nemendur gera matnum góð skil í ró og næði í skólanum
Lesa meira

Hreystidagur - Skólahreysti

Í dag var hreystidagur hjá 5. -10. bekk og var dagurinn tileinkaður Skólahreysti. Hófst hann í morgun þegar allir nemendur í  5. -7. bekkur fengu að spreyta sig í Skólahreystibrautinni í íþróttahúsinu á Ólafsfirði. Áhuginn og spennan var áberandi hjá nemendum og var mikið lagt á sig til að ná sem bestum árangri. Eftir hádegi fór svo unglingastigið til Ólafsfjarðar þar sem áhugasamir fengu að spreyta sig í brautinni og reyna að komast í skólahreystilið skólans. Úrslitin munu svo koma síðar hér á síðuna en þangað til er hægt að skoða fleiri myndir af þessum skemmtilega degi hér. 1.-4. bekkur verður svo með sinn hreystidag á morgun.
Lesa meira

Jólaföndur

Á morgun 4.des kl 18:00 mun 1. - 4. bekkur hittast í sínu skólahúsnæði og föndra með foreldrum sínum.  Fimmtudaginn 5. des kl 18:00 mun svo 5.-6. bekkur hittast við Tjarnarstíg  og föndra með sínu foreldrum. 7. bekkur mun svo vera með kaffisölu á meðan á jólaföndri stendur.
Lesa meira

Dans- og söngleikur skólans verður frumsýndur í dag kl. 18 í Tjarnarborg.

Dans- og söngleikur skólans verður frumsýndur í dag kl. 18 í Tjarnarborg. Önnur sýning á morgun föstudag kl. 20.  Skólabíll fer frá Torginu Siglufirði kl. 17.30 í dag og til baka að sýningu lokinni. Á morgun fer skólabílinn kl 19.30 frá Torginu. Sjá nánar neðar á síðunni.
Lesa meira

Lesa meira

Vinstri - hægri - vinstri

Skemmtileg leiksýning fyrir yngstu börnin Leikhópurinn Kraðak sýndi leikrit um krakkana Benna og Ellu tröllastelpu sem kann ekki umferðareglurnar
Lesa meira

Næstu dagar

Í dag er síðasti dagur 1. annar og því þriðjungur búinn af skólaárinu. Næstu dagar  líta svona út: Fimmtudagur: Foreldraviðtöl, nemendur mæta í boðaða tíma með foreldrum/forráðamönnum sínum. Föstudagur: Skipulagsdagur kennara, frí hjá nemendum Mánudagur: Haustfrí Þriðjudagu: Haustfrí Miðvikudagur: Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu. Rútuakstur Þá daga sem skipulagsdagar og haustfrí Grunnskólans standa yfir, verður skólaaksturinn sem hér segir:  Fimmtudagur 14. nóvember Frá Siglufirði kl. 8:00.  Frá Ólafsfirði kl. 15:45 Föstudagur 15. nóvember Frá  Siglufirði kl. 8:00.  Frá Ólafsfirði kl. 15:45 Mánudagur 18. nóvember  Akstur fellur niður Þriðjudagur 19. nóvember Frá Siglufirði kl. 8:00.  Frá Ólafsfirði kl. 15:45
Lesa meira

Nemendur 7. bekkjar heimsækja leikskólana

Nemendur 7. bekkjar fóru í morgun á leikskólana í Fjallabyggð og lásu fyrir litlu krakkana. Þetta gekk allt saman mjög vel og skemmtu allir sér konuglega. Þessi upplestur hjá 7. bekk er formleg byrjun á æfingum fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem fer fram í mars 2014.
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Dagurinn í dag er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í þriðja sinn á Íslandi og er markmiðið með deginum  að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er.  Í tilefni að þessum degi brutum við í skólanum upp hefðbundna kennslu og unnum ýmis skemmtileg verkefni. Hægt er að sjá myndi hér  
Lesa meira

Jól í skókassa

Krakkarnir í 1.-4. bekk tóku á dögunum þátt í verkefninu Jól í skókassa en það felst í því að gefa fátækum börnum í Úkraínu jólapakka. Flest börn á Íslandi eiga nóg af leikföngum sem þau leika sér sjaldan með og það voru aldeilis gjafmild börn sem pökkuðu eitthvað af dótinu sínu niður í skókassa, og settu með því litabækur, tannbursta, sápur og margt fleira til að gleðja. Nemendur yngstu bekkjanna hafa tekið þátt í þessu verkefni undanfarin ár. Nemendur 1. og 2. bekkjar á Siglufirði með jólapakkana
Lesa meira