Fréttir

Lesa meira

Vinstri - hægri - vinstri

Skemmtileg leiksýning fyrir yngstu börnin Leikhópurinn Kraðak sýndi leikrit um krakkana Benna og Ellu tröllastelpu sem kann ekki umferðareglurnar
Lesa meira

Næstu dagar

Í dag er síðasti dagur 1. annar og því þriðjungur búinn af skólaárinu. Næstu dagar  líta svona út: Fimmtudagur: Foreldraviðtöl, nemendur mæta í boðaða tíma með foreldrum/forráðamönnum sínum. Föstudagur: Skipulagsdagur kennara, frí hjá nemendum Mánudagur: Haustfrí Þriðjudagu: Haustfrí Miðvikudagur: Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu. Rútuakstur Þá daga sem skipulagsdagar og haustfrí Grunnskólans standa yfir, verður skólaaksturinn sem hér segir:  Fimmtudagur 14. nóvember Frá Siglufirði kl. 8:00.  Frá Ólafsfirði kl. 15:45 Föstudagur 15. nóvember Frá  Siglufirði kl. 8:00.  Frá Ólafsfirði kl. 15:45 Mánudagur 18. nóvember  Akstur fellur niður Þriðjudagur 19. nóvember Frá Siglufirði kl. 8:00.  Frá Ólafsfirði kl. 15:45
Lesa meira

Nemendur 7. bekkjar heimsækja leikskólana

Nemendur 7. bekkjar fóru í morgun á leikskólana í Fjallabyggð og lásu fyrir litlu krakkana. Þetta gekk allt saman mjög vel og skemmtu allir sér konuglega. Þessi upplestur hjá 7. bekk er formleg byrjun á æfingum fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem fer fram í mars 2014.
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Dagurinn í dag er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í þriðja sinn á Íslandi og er markmiðið með deginum  að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er.  Í tilefni að þessum degi brutum við í skólanum upp hefðbundna kennslu og unnum ýmis skemmtileg verkefni. Hægt er að sjá myndi hér  
Lesa meira

Jól í skókassa

Krakkarnir í 1.-4. bekk tóku á dögunum þátt í verkefninu Jól í skókassa en það felst í því að gefa fátækum börnum í Úkraínu jólapakka. Flest börn á Íslandi eiga nóg af leikföngum sem þau leika sér sjaldan með og það voru aldeilis gjafmild börn sem pökkuðu eitthvað af dótinu sínu niður í skókassa, og settu með því litabækur, tannbursta, sápur og margt fleira til að gleðja. Nemendur yngstu bekkjanna hafa tekið þátt í þessu verkefni undanfarin ár. Nemendur 1. og 2. bekkjar á Siglufirði með jólapakkana
Lesa meira

Menntaskólinn á Tröllaskaga býður í bíó í Tjarnarborg

  Mánudaginn 11. nóvember ætlar Menntaskólinn á Tröllaskaga í samstarfi við Sambíó að bjóða nemendum sínum  og nemendum í eldri bekkjum grunnskóla Dalvíkur og Fjallabyggðar í bíó á myndina Disconnect .   Disconnect er gríðarlega áhrifamikil mynd sem líður áhorfendum seint úr minni Hér eru sagðar þrjár aðskildar sögur sem tengjast internetinu og enda sem ein heild. Fyrsta sagan er um lögfræðing sem áttar sig á því að sonur hans er orðinn fórnarlamb skelfilegs eineltis eftir að hafa opinberað sig á spjallrás. Um leið kynnumst við drengnum sem stendur fyrir eineltinu og föður hans sem er fyrrverandi lögreglumaður. Önnur sagan er um ung hjón sem verða fyrir því að bankareikningar þeirra eru tæmdir. Þriðja sagan er síðan um blaðakonu sem gerir alvarleg mistök.   Sýning fyrir 8. 9. og 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar verður kl. 17:00   Rúta fer frá torginu Siglufirði kl. 16:15 og heim aftur eftir myndina
Lesa meira

Skólanum færð gjöf.

Mynd: Gunnlaugur Guðleifsson Nú á dögunum færði Sparisjóður Siglufjarðar skólanum tvær ipad mini spjaldtölvur í tilefni 140 ára afmælis Sparisjóðsins. Guðlaug Dagný Guðmundsdóttir formaður afmælisnefndar Sparisjóðsins og Ólafur Jónsson Sparisjóðsstjóri afhentu Jónínu Magnúsdóttur tölvurnar.   Ekki leikur vafi á að tölvurnar  munu nýtast vel og auka gæði skólastarfsins og færum við kærar þakkir fyrir.  
Lesa meira

Fréttatilkynning frá Saft

MEIRIHLUTI ÍSLENSKRA BARNA OG UNGLINGA SKOÐAR SAMSKIPTASÍÐUR DAGLEGA SAFT1 stóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um notkun barna og unglinga á netinu og nýta í kjölfarið þær upplýsingar til vitundarvakningar um möguleika netsins og örugga netnotkun barna og unglinga. Sjá tilkynninguna og niðurstöðu könnunarinnar í heild sinni hér fyrir neðan. Fréttatilkynning Fylgiskjal/niðurstöður
Lesa meira

Endurskinsmerki

Ágætu foreldrar og forráðamenn Tími endurskinsmerkja er runninn upp og samkvæmt venju hafa umsjónarkennarar hvatt nemendur sína til að taka þau í notkun. Við viljum minna alla nemendur á að nota endurskinsmerki og helst endurskinsvesti. Einnig viljum við minna á að þeir sem ferðast um á hjóli verða að útvega sér ljós á hjólið, bæði að framan og aftan. Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn til að fylgja þessu eftir heima og aðstoða börn sín að setja merkin á réttu staðina. Endurskinsmerkin og vestin eru lífsnauðsynleg eftir að dimma tekur. Sjónarhorn ökumanna er annað en gangandi og hjólandi vegfarenda þegar ferðast er um í myrkri. Ökumenn sjá ekki aðra vegfarendur úr fjarlægð nema að þeir noti ljós og/eða gott endurskin. Höfum þetta hugfast og verum vel upplýst í umferðinni! Endurskinskveðja
Lesa meira