Uppbyggingardagur

Í dag er uppbyggingardagur í Grunnskóla Fjallabyggðar. Í tilefni dagsins lögðum við áherslu á grunnþarfirnar fimm.   Áhrifsþörf   Frelsisþörf Umhyggjuþörf Gleðiþörf Öryggisþörf   Hver þörf á sér tákn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og unnu nemendur mismunandi verkefni sem snéru flest að táknum þarfanna. Nemendum  var blandað saman í hópa óháð bekkjum og fór hluti af 9. og 10. bekk í skólahúsin við Tjarnarstíg og Norðurgötu og aðstoðuðu yngri nemendur. Samvinna nemenda var til fyrirmyndar og greinilegt að nemendur voru tilbúnir að skilja mismunandi þarfir annarra og taka tillit til hvers annars. Myndir frá Ólafsfirði má sjá  hér og frá Siglufirði hér.