Úrslit úr pipakökuhúsasamkeppninni

   Eins og undanfarin ár var efnt til piparkökuhúsasamkeppni í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það voru nemendur í 9. og 10.bekk sem völdu piparkökuhúsagerð í námsvali sínu sem tóku þátt. Skemmst er frá því að segja að húsin eru hvert öðru glæsilegri og starfsmenn skólans áttu í miklum erfiðleikum með  að velja eitt hús fallegst. Niðurstaðan var þó að hús nr 2 hlaut flest atkvæði og voru verðlaun veitt á litlu jólunum. Það voru þær Elísabet Sif Ingimarsdóttir, Marín Líf Gautadóttir og Ólína ýr Jóakimsdóttir sem áttu fallegasta húsið. Hægt er að sjá myndir af húsunum hér.