21.03.2014
Skólaakstur fellur niður í dag föstudaginn 21. mars
Lesa meira
20.03.2014
Miðvikudaginn 19. mars fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Bergi á Dalvík. Fjórir keppendur úr 7. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar
tóku þátt og stóðu sig með miklum sóma. Rut Jónsdóttir lenti í 2. sæti og Anna Día Baldvinsdóttir lenti í 3.
sæti. Guðmundur Ingi Jónatansson kennari sá um að undirbúa keppendur fyrir keppnina. Nemendur 7. bekkjar fóru með á Dalvík til að
fylgjast með og styðja bekkjarfélaga sína. Frábær árangur hjá okkar nemendum.
Fleiri myndir frá Bergi má sjá hér.
Lesa meira
20.03.2014
Skólaakstur fellur niður í Fjallabyggð í dag fimmtudaginn 20. mars vegna óveðurs og
ófærðar.
Lesa meira
19.03.2014
Framkvæmdir við nýbyggingu skólans við Norðurgötu ganga vel og eru á undan áætlun. Lítil sem engin truflun hefur orðið af
framkvæmdunum og verða nemendur lítið varir við að verið sé að byggja við skólahúsið. Stefnt er að því að
byggingin verði tilbúin næsta haust. Það er Tréverk á Dalvík sem sér um framkvæmdina. Fleiri myndir má sjá í
myndaalbúmi.
Lesa meira
14.03.2014
Þessar glæsilegu konur mættu prúðbúnar til vinnu til þess að sýna samstöðu með baráttunni gegn krabbameini.
Bara flottastar.
Lesa meira
11.03.2014
Undirbúningur Stóru upplestrarkeppninnar hófst á degi íslenskrar tungu 16. nóvember s.l. og er tilgangur keppninnar að
vekja athygli og áhuga á upplestri og vandaðri framsögn. Keppnin er ætluð nemendum 7. bekkjar um land allt og hafa nemendur okkar verið duglegir að æfa
sig í vetur. Í gær fór fram undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina þar sem valið var 4 fulltrúa fyrir hönd skólans til að taka
þátt í lokakeppninni sem fram fer í Bergi á Dalvík þann 19. Mars n.k. Dómnefndina skipuðu þau
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, Kristinn Reimarsson, markaðs- og
menningarfulltrúi Fjallabyggðar og Guðný Pálsdóttir fyrrverandi kennari við Grunnskóla Siglufjarðar.
Nemendur sem munu keppa fyrir hönd GF í Stóru upplestrarkeppninni eru:
Anna Día Baldvinsdóttir
Álfheiður Birta Þorsteinsdóttir
Hólmfríður Sturludóttir
Rut Jónsdóttir
varamaður Árni Haukur Þorgeirsson.
Hægt er að sjá fleiri myndir af undankeppninni hér.
Lesa meira
06.03.2014
Síðustu viku eyddi 7. Bekkur í skólabúðunum Reykjaskóla og láta þau vel af dvöl sinni þar. Á heimasíðu
skólabúðanna má sjá myndir af nemendum og greinilegt að líf og fjör hefur einkennt vist þeirra þar. Myndir úr
skólabúðunum má sjá hér.
Lesa meira
27.02.2014
Þá er 2. önn að ljúka með foreldraviðtölum á öllum starfsstöðvum í dag, á morgun er
starfsdagur og því frí hjá nemendum.
N.k mánudag og þriðjudag verður vetrafrí.
Miðvikudaginn 5. mars hefst ný önn og mæta nemendur aftur í skólann eftir vetrarfrí. Þann dag er öskudagur og því verður
skóladagurinn styttri en venjulega.
Kennslu á miðstigi lýkur kl 12:00 - rúta frá Tjarnarstíg
Kennslu á unglingastigi lýkur kl 12:30 - rúta frá Torginu
Ath breyttar rútuferðir fram á miðvikudag.
Kl.
Siglufjörður
Kl.
Ólafsfjörður
Fimmtudagur 27. febrúar
08:00
Neðra skólahús
08:40
MTR
12:30
Torg
13:00
MTR
15:00
Torg
15:45
MTR
Föstudagur 28. febrúar
08:00
Neðra skólahús
08:40
MTR
12:30
Torg
13:00
MTR
15:00
Torg
15:45
MTR
Mánudagur 3. mars
08:00
Neðra skólahús
08:40
MTR
12:30
Torg
13:00
MTR
15:00
Torg
15:45
MTR
Þriðjudagur 4. mars
08:00
Neðra skólahús
08:40
MTR
12:30
Torg
13:00
MTR
15:00
Torg
15:45
MTR
Lesa meira
21.02.2014
Eins og fram hefur komið hér á síðunni var 1. bekkur við
Tjarnarstíg dregin út í Lífshlaupi ÍSÍ og vann ávaxtasendingu frá ávaxtasérfræðingunum hjá
Ávaxtabílnum. Í gær fengu nemendur svo ávextina og deildu þeim með bekkjarfélögum sínum í 2.-4.
bekk.
Lífshaupið er enn í gangi og eru bæði nemendur og starfsmenn extra
duglegir að hreyfa sig þessa dagana.
Sjá fleiri myndir frá 1. -4. bekk hér.
Lesa meira
17.02.2014
S.l föstudag var haldið þorrablót við Tjarnarstíg þar sem nemendur fengu að smakka hefðbundinn þorramat og voru einstaka nemendur sem létu
sig hafa það að smakka hákarl og fleira í fyrsta sinn. Misjafnt var hversu vel þorramaturinn rann niður en þó voru nokkrir sem borðuðu
hann með bestu lyst. Tónmenntakennarar stýrðu síðan fjöldasöng þar sem sungin voru nokkur vel valin þorralög.
Hæg er að sjá myndir af þorrablótinu hér.
Lesa meira