Þorrablót

        S.l föstudag var haldið þorrablót við Tjarnarstíg þar sem nemendur fengu að smakka hefðbundinn þorramat og voru einstaka nemendur sem létu sig hafa það að smakka hákarl og fleira í fyrsta sinn. Misjafnt var  hversu vel þorramaturinn rann niður en þó voru nokkrir sem borðuðu hann með bestu lyst. Tónmenntakennarar stýrðu síðan fjöldasöng þar sem sungin voru nokkur vel valin þorralög. Hæg er að sjá myndir af þorrablótinu hér.