11.03.2014
Undirbúningur Stóru upplestrarkeppninnar hófst á degi íslenskrar tungu 16. nóvember s.l. og er tilgangur keppninnar að
vekja athygli og áhuga á upplestri og vandaðri framsögn. Keppnin er ætluð nemendum 7. bekkjar um land allt og hafa nemendur okkar verið duglegir að æfa
sig í vetur. Í gær fór fram undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina þar sem valið var 4 fulltrúa fyrir hönd skólans til að taka
þátt í lokakeppninni sem fram fer í Bergi á Dalvík þann 19. Mars n.k. Dómnefndina skipuðu þau
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, Kristinn Reimarsson, markaðs- og
menningarfulltrúi Fjallabyggðar og Guðný Pálsdóttir fyrrverandi kennari við Grunnskóla Siglufjarðar.
Nemendur sem munu keppa fyrir hönd GF í Stóru upplestrarkeppninni eru:
Anna Día Baldvinsdóttir
Álfheiður Birta Þorsteinsdóttir
Hólmfríður Sturludóttir
Rut Jónsdóttir
varamaður Árni Haukur Þorgeirsson.
Hægt er að sjá fleiri myndir af undankeppninni hér.