Fréttir

Nemendur og starfsfólk skólans taka þátt í lífshlaupinu.

Lífshlaup ÍSÍ er í fullum gangi.  Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar taka þátt í Lífshlaupinu og eru að standa sig vel. Sem stendur eru þeir í fjórða sæti yfir skóla með 150 - 399 nemendur Á hverjum degi eru dregnir út vinningshafar á meðal þátttakenda og í gær var það 1. bekkur við Tjarnarstíg hjá Grunnskóla Fjallabyggðar sem vann sér inn ferska og glæsilega ávaxtasendingu frá ávaxtasérfræðingunum hjá Ávaxtabílnum í skráningarleik Rásar2 og ÍSÍ. Dregið var út hjá Virkir morgnar á RÁS 2 nú í morgun. Til hamingju 1. bekkur við Tjarnarstíg.
Lesa meira

112 dagur

Í morgun kom björgunarsveitin, slökkviliðið, sjúkrabíllinn og lögregla í heimsókn með fræðslu og sýndu nemendum helstu tæki sín og tól. Nemendur sýndu þeim mikinn áhuga og skemmtu sér við að prufa ýmislegt merkilegt sem í boði var. Kærar þakkir fyrir heimsóknina. Myndir frá deginum má sjá hér.
Lesa meira

Sjálfstyrkingarnámskeið

  Dagana 4. og  5. febrúar var boðið upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur í 5.-10. bekk hér í skólanum. Kristín Tómasdóttir rithöfundur  hélt námskeiðið en Kristín er með BA-próf í kynjafræði og sálfræði og hefur unnið mikið með unglingsstúlkur og sjálfsmynd. Kristín byggði námskeið sitt  mikið út frá fræðslubókunum sem hún hefur gefið út fyrir stelpur. Námskeiðið tókst mjög vel og höfðu stúlkurnar mikla ánægju af heimsókn Kristínar sem náði vel til þeirra í  spjalli um sjálfsmyndina og hvernig mætti hafa jákvæð áhrif á hana.Mæting á námskeiðið var mjög góð. Námskeiðið var stúlkunum að kostnaðarlausu en það voru fyrirtæki og félagasamtök í Fjallabyggð sem styrktu verkefnið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Hægt er að sjá myndir frá námskeiðinu hér.
Lesa meira

Vinaliðaverkefni

Vinaliðaverkefni skólans hófst s.l. þriðjudag við skólahúsnæðið í Tjarnarstíg og er það María B. Leifsdóttir sem heldur utanum verkefnið. Henni til aðstoðar var kosið 16 nemendur úr 5. -7. bekk sem sjá um ýmsa leiki úti í löngu frímínútum þrisvar sinnum í viku. 23. janúar s.l var farið með vinaliða á leikjanámskeið á Þelamörk þar sem þeir voru undirbúnir fyrir verkefnið.  Hér vinstra megin á síðunni  má sjá
Lesa meira

Söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17:30 verður söng- og hæfileikakeppni grunnskólans haldin í Tjarnarborg. Keppendur koma úr 1.-6. bekk og taka þátt ýmist einir eða í hóp. Rúta fer frá Torginu kl. 17:00 og heim aftur að keppni lokinni.   Enginn aðgangseyrir Allir velkomnir!
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir foreldrafund

Foreldrafundur verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20 í Tjarnarborg.  Kristín Tómasdóttir rithöfundur flytur erindi undir yfirskriftinni: ,,Hvernig getum við haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd unglinga?" Skólastjóri
Lesa meira

Söng- og hæfileikakeppni skólans frestað um viku

Því miður þarf að fresta Söng- og hæfileikakeppni skólans um viku vegna forfalla. Okkur þykir leiðinlegt að þurfa að gera þetta með svona stuttum fyrirvara en það er samt sem áður óhjákvæmilegt. Keppnin verður því haldin eftir viku, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17:30 í Tjarnarborg.
Lesa meira

Söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17:30 verður söng- og hæfileikakeppni grunnskólans haldin í Tjarnarborg.   Keppendur koma úr 1.-6. bekk og taka þátt ýmist einir eða í hóp.   Rúta fer frá Torginu kl. 17:00 og heim aftur að keppni lokinni.   Enginn aðgangseyrir   Allir velkomnir!
Lesa meira

Skákdagur Íslands

Skákdagur Íslands er þann 26. janúar á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar. Teflt var í 1. - 4. bekk í dag.
Lesa meira