Nemendur og starfsfólk skólans taka þátt í lífshlaupinu.

Lífshlaup ÍSÍ er í fullum gangi.  Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar taka þátt í Lífshlaupinu og eru að standa sig vel. Sem stendur eru þeir í fjórða sæti yfir skóla með 150 - 399 nemendur Á hverjum degi eru dregnir út vinningshafar á meðal þátttakenda og í gær var það 1. bekkur við Tjarnarstíg hjá Grunnskóla Fjallabyggðar sem vann sér inn ferska og glæsilega ávaxtasendingu frá ávaxtasérfræðingunum hjá Ávaxtabílnum í skráningarleik Rásar2 og ÍSÍ. Dregið var út hjá Virkir morgnar á RÁS 2 nú í morgun. Til hamingju 1. bekkur við Tjarnarstíg.