- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Vinaliðaverkefnið er upprunnið í Noregi og heitir þar Trivselsleder en tæplega 800 skólar í Noregi hafa tekið verkefnið upp með góðum árangri. Árskóli á Sauðárkrók er móðurskóli fyrir verkefnið og fengum við aðstoð frá Ingu Láru Sigurðardóttir úr Árskóla til að aðstoða okkur við að fara af stað með verkefnið.
Aðal markmið verkefnisins er að bæta samskipti og líðan nemenda í frímínútum.
Boðið verður upp á fjölbreytt viðfangsefni og unnið að þvi að virkja alla nemendur til
þátttöku. Vinaliðar fá sérstaka þjálfun til að stýra og stjórna leikjum og stöðvavinnu í frímínútum.
Vinaliðaverkefnið kemur ekki í veg fyrir einelti og er ekki eineltisáætlun en samhliða góðum eineltisáætlunum er markmiðið með Vinaliðaverkefninu einnig að draga úr einelti og auka vellíðan nemenda í skólanum.
Myndir af frímínútum sl. þriðjudag má sjá hér.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880