Fréttir

Niðurstöður úr Olweusarkönnun nemenda

                                  Grunnskóli Fjallabyggðar hefur það að markmiði að starfa að einurð gegn einelti og vinnur því samkvæmt Olweusaráætlun. Einn hluti Olweusaráætlunarinnar er að leggja fyrir nemendur nafnlausa yfirlitskönnun um eineltisvandann o.fl. í formi sérhannaðs spurningalista. Þessi könnun er lögð fyrir árlega og og er ætlun hennar að finna einelti og koma í veg fyrir það.  Hér má sjá niðurstöður síðustu eineltiskönnunar.
Lesa meira

Fræðslufundur um geðheilbrigði

Fræðslufundur um geðheilbrigði barna og unglinga, nám og stýrifærni Foreldrar, afar, ömmur og aðrir aðstandendur barna og unglinga í Fjallabyggð. Miðvikudaginn 3. apríl nk. stendur félagsþjónusta Fjallabyggðar fyrir opnum fræðslufundi um geðheilbrigði barna og unglinga, nám og stýrifærni  í Ráðhúsinu  á Siglufirði 2. hæð  kl. 17:00. Þar munu þeir Haukur Örvar Pálmason  og Bóas Valdórsson sálfræðingar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjalla um geðheilbrigði barna og unglinga, áhrif ofvirkni og  athyglisbrests  á nám og starf og hvernig mæta má  þörfum barna og unglinga  í skólastarfi og heima fyrir. Fræðslufundur verður haldin fyrir starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar fyrr um daginn. Allir velkomnir Félagsþjónusta Fjallabyggðar
Lesa meira

Glæsilegur sigur í Skólahreysti

Í dag fór fram undankeppni í Skólahreysti fyrir Norðurland. Fór keppnin fram í íþróttahöllinni á Akureyri þar sem alls 19 skólar öttu kappi í tveimur riðlum. Annars vegar var átta skóla riðill með skólum Akureyrar og næsta nágrennis og hins vegar 11 skóla riðill með öðrum skólum á Norðurlandi allt frá Blönduósi að Þórshöfn. Við sendum öflugt lið til leiks og allir nemendur eldri deildar skólans fóru með til að hvetja liðið til dáða. Gabríel, Jakob Snær, Erla Marý og Eydís skipuðu lið okkar í ár
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Tjarnarborg sl. þriðjudag. Lokahátíðin er nokkurs konar uppskeruhátíð nemenda í 7. bekk, en þeir hafa lagt rækt við vandaðan upplestur á undanförnum mánuðum. 9. nemendur kepptu að þessu sinni og komu þeir frá Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar. Það var það í höndum Guðrún Unnsteinsdóttur að kynna keppninar og Tónskóli Fjallabyggðar sá um tónlistaratriði. 1. sæti Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar 2. sæti Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr Árskógarskóla 3. sæti Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggar Það var ánægjulegt að sjá hve margir komu að horfa á keppnina en u.þ.b. 100 gestir fylgdust með upplestrinum sem keppendur skiluðu með miklum sóma. Hægt er að sjá fleiri myndir af keppninni á myndasíðu okkar.
Lesa meira

Frábærir skíðadagar

Að undanförnu hafa verið skíðadagar hjá yngri deildinni og tókust þeir með eindæmum vel. Veðrið lék við krakkana og allir skemmtu sér konunglega á skíðum, brettum, þotum og sleðum. Sumir voru að fara á skíði í fyrsta sinn en eftir þennan dag örugglega ekki i síðasta sinn. Kærar þakkir til starfsmanna á skíðasvæðunum fyrir góðar móttökur.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Á morgun þriðjudaginn 12. mars kl 14:00 fer  fram Lokahátið stóru upplestrarkeppninnar í Tjarnarborg. Fyrir hönd skólans munu keppa þau: Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir Guðmundur Árni Andrésson Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir Þórey Hekla Ægisdóttir Varamaður verður Helgi Fannar Jónsson
Lesa meira

Skólaakstri frestað

Skólaakstri frestað vegna bilunar í skólabíl en nemendur mæta í  skólann í sínum heimabæ. Akstur hefst um leið og búið er að útvega annan bíl. 
Lesa meira

Skólaakstur fellur niður í dag

Skólaakstur fellur niður í Fjallabyggð í dag miðvikudaginn 6. mars.
Lesa meira

Skólaakstur fellur niður í dag

 Skólaakstur fellur niður í Fjallabyggð í dag þriðjudaginn 5. mars 2013
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátið stóru upplestrarkeppninnar sem vera átti á morgun verður frestað um viku. Hún mun fara fram í Tjarnarborg þriðjudaginn 12. mars kl:14:00
Lesa meira