Fréttir

Ábending til ökumanna í Fjallabyggð

Skólastarf er byrjað á ný  og börnin okkar komin út í umferðina.  Ástæða er til að benda á nýja gönguleið sem nemendur á Siglufirði fara í hádeginu til að komast í mat. Nú fara nemendur yfir Aðalgötu og Gránugötu til þess að komast í Rauðku. Báðar þessar götur eru mikilvægar umferðaræðar og umferð töluverð um hádegisbil. Við biðjum akandi vegfarendur að fara með gát.     Skólastjóri
Lesa meira

Göngudagur við Tjarnarstíg

Í gær gengu nemendur við Tjarnarstíg hinar ýmsar gönguleiðir um Ólafsfjörð í blíðskaparveðri. Ákveðið var að grípa góða veðrið og flýta fyrir hreystideginum sem vera átti 6. Sept.  1. -4. Bekkur gekk frá Kleifunum inn í Árdal 5. bekkur gekk í Brimnesdalinn 6. bekkur gekk í Burstabrekkudalinn 7. bekkur gekk frá Kleifunum inn í Fossdal Gangan gekk vel í alla staði og veðrið lék við mannskapinn sem skilað sér heim um hádegisbil berjablár með bros á vör.
Lesa meira

Skólasetning nk. mánudag

Skólinn verður settur mánudaginn 26. ágúst sem hér segir.     8.-10. bekkur við Hlíðarveg Siglufirði kl. 10.00 Skólarúta fer frá skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði kl. 9.40 og til baka eftir skólasetningu kl. 10.30.   1.-4. bekkur við Norðurgötu Siglufirði kl. 11.00   1.-7. bekkur við Tjarnarstíg Ólafsfirði kl. 13.00 Skólarúta fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði kl. 12.40 og til baka eftir skólasetningu kl. 13.30   Nemendur 1.bekkjar verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara.   Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 27.ágúst n.k.   Með von um góðan og farsælan vetur og gott samstarf.   Skólastjórnendur.
Lesa meira

Skólaárið 2013-2014

Nú stendur yfir vinna við að skipuleggja næsta skólaár. Skóladagatal næsta vetrar má finna  hér . Eins geta foreldrar nálgast innkaupalista bekkjanna  hér . Við vonum að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í sumarfríinu.  
Lesa meira

Skólaslit og akstur

Skólaslitin fara fram föstudaginn 7. júní á starfsstöðvunum þremur sem hér segir: Kl. 11.00 í íþróttahúsinu Tjarnarstíg fyrir yngri deildina  Ólafsfirði Kl. 13.00 í íþróttasalnum Norðurgötu fyrir yngri deildina Siglufirði Kl. 17. 00 í Siglufjarðarkirkju fyrir unglingadeildina Skólaakstur á skólaslitin 7. júní verða sem hér segir: Kl. 10.35 frá Norðurgötu Siglufirði Kl. 11.40 frá Tjarnarstíg Ólafsfirði Kl. 16.35 frá Tjarnarstíg Ólafsfirði Kl. 18.15 frá Torginu Siglufirði
Lesa meira

Starfskynningar

Undanfarna fjóra daga hafa nemendur 10. bekkjar verið í starfskynningum hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í sveitarfélaginu. Nemendur eru við störf tvo daga í senn hjá hverju fyrirtæki, taka þar þátt í daglegum verkefnum og kynnast starfseminni. Nemendum finnst þetta mjög áhugavert og stundum fá nemendur sumarstörf hjá viðkomandi fyrirtæki í kjölfar starfskynningarinnar.
Lesa meira

Skemmtileg árshátíð

Nemendur eldri deildar héldu árshátíð sína í Tjarnarborg í síðustu viku. Fór hún vel fram og gestir skemmtu sér vel. Matarnefndin útbjó glæsilegan veislumat sem rann ljúft niður og nemendur buðu uppá skemmtiatriði.
Lesa meira

Árshátið eldri deildar á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 23.maí kl. 18.15, verður árshátíð eldri deildar í Tjarnarborg. Á matseðli kvöldsins er hátíðarmatur og ís á eftir. Nemendur í 10.bekk mega taka með sér tvo gesti hver. Foreldrar nemenda í 8.-9. bekk geta keypt sig inn á skemmtiatriðin og sitja þá uppi á svölum. Aðgangseyrir fyrir nemendur og gesti 10.bekkinga er 2000 kr.  Aðgangseyrir á skemmtiatriðin ein og sér (fyrir foreldra 8. og 9.bekkjar) er 1000 kr. Ekki er ætlast til að börn yngri en nemendur á unglingastigi komi á árshátíðina þannig að yngri systkini geta ekki verið gestir 10.bekkinga. Skipulag árshátíðar er með eftirfarandi sniði: kl. 17.45                               Rúta fer frá Torginu Siglufirði kl. 17.45                               Húsið opnar kl. 18.15                               Borðhald hefst kl. 19.30                               Skemmtidagskrá hefst kl. 21.00                               Diskó hefst -  Plötusnúður í boði Neon kl. 22.30                               Diskói lýkur – Rúta til Siglufjarðar  
Lesa meira

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Grunnskólans var samþykkt á starfsmannafundi 18. apríl sl. og er hún nú komin á heimasíðuna. Hægt er að sjá hana hér. Fundagerðir skólaráðs eru einnig birtar hér á heimasíðunni en þær er hægt að nálgast hér.
Lesa meira

Fjölmenni á Stórsýningardegi

Það er óhætt að segja að skólahúsin hafi iðað af lífi síðasta laugardag en þá sýndu nemendur afrakstur vinnu sinnar þennan veturinn á hinum árlega Stórsýningardegi. Fjölmargir bæjarbúar lögðu leið sína í skólann til að skoða glæsilega muni og myndir sem búið var að stilla upp. Einnig voru ýmis önnur námstengd verkefni til sýnis og yngri bekkirnir buðu upp á atriði í sínum stofum.  Vandaðar teikningar frá nemendum eldri deildar Smíðamunir og handvinna frá 3. og 4. bekk
Lesa meira