Fréttir

Safnaferð 5. og 6. bekkjar

Sl. Fimmtudag var farið í safnaferð með 5. og 6. bekk til Skagafjarðar. Nemendur heimsóttu m.a . Hóla í Hjaltadal og fengu fræðlu og skoðunarferð um  Hólakirkju og  Auðunarstofu  ásamt því að fylgjast með tamningu. Þau heimsóttu einni Glaumbæ og skelltu sér svo í sund á Sólgörðum áður en haldið var heim. Hægt er að sjá myndir úr ferðinni hér.
Lesa meira

Foreldrafundir

Þessa vikuna eru foreldrafundir hjá yngri deildinni sem hér segir Mánudag fundur hjá 6. bekk þriðjudag fundur hjá 5. bekk miðvikudag fundur hjá 3.-4. bekk fimmtudag fundur hjá 1.-2. bekk Fundirnir hefjast kl 18:00 nema umsjónarkennarar tilkynni annað.
Lesa meira

Réttir í Ólafsfirði

Í dag fóru  nemendur að fylgjast með þegar fjárbændur ráku fé sitt í réttir. Féð var rekið meðfram vatninu austanmegin, í gegnum bæinn og yfir á gamla flugvöllin þar sem búið var að setja upp réttir. Eldri nemendur fylgdu síðan hópnum yfir  í réttirnar og fylgdust með þegar dregið var í dilka og margir fengu að aðstoða.  Hægt er að skoða fleiri myndir hér.  
Lesa meira

Gróðursetning hjá 5. bekk

Síðasta fimmtudag  fór 5. bekkur og gróðursetti  50 birkiplöntur í blíðskapa veðri.  Þau notuðust við gróðurstafi og voru þau fljót að tileinka sér vinnubrögðin.  Bekkurinn gróðursetti  plönturnar niður við Ólafsfjarðarvatn. Þar er markmiðið að koma upp fallegum gróðri meðfram stígnum vonandi öllum sem þar ganga um til ánægju og yndis. Góður dagur hjá 5. Bekk eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Lesa meira

Tiltekt á skólabalanum

Krakkarnir í 1. og 2. bekk eru mjög duglegir og á dögunum tóku þau sig til og hreinsuðu skólabalann á Siglufirði, sem þeim þótti ekki líta nógu vel út. Afraksturinn var rusl í nokkra haldapoka og var mun þrifalegra um að litast á skólabalanum eftir að hreinsunargengið hafði farið þar um.
Lesa meira

Enn af útivist

Nemendur skólans hafa verið duglegir í útivistinni í haust eins og fréttirnar hér bera með sér. Á dögunum fóru nemendur 3. og 4. bekkjar við Norðurgötu í góða gönguferð að Stóra-bola og létu ekki smá vindstrekking á sig fá. 
Lesa meira

Útivistadagur hjá unglingastiginu

S.l föstudag var hreystidagur en hreystidagurinn í september er gjarnan nýttur í göngu og skoðunarferðir. Unglingastigið gekk að þessu sinni í blíðskaparveðri hringinn í kringum Ólafsfjarðarvatn en hringurinn er u.þ.b. 17 km.  
Lesa meira

Foreldrafundir hefjast í næstu viku

Næstu tvær vikur  verða haldnir foreldrafundir fyrir alla bekki, hér fyrir neðan má sjá skipulag næstu viku. 9.sept  - 10.bekkur kl. 18.00 10.sept – 9.bekkur kl. 18.00 11.sept – 8. Bekkur kl. 18.00 12.sept – 7.bekkur  kl. 18.00  
Lesa meira

Hreystidagur - útikennsla

1. og 2. bekkur við Norðurgötu fór í langan göngutúr í morgun út í Bakka. Þar var farið í berjamó og ýmis undur náttúrunnar skoðuð. Veðrið lék við okkur og allir voru duglegir og kátir.
Lesa meira

206 nemendur við skólann í vetur

Skólastarfið fer vel af stað nú á haustdögum. Nemendur koma endurnærðir til vinnu og náms eftir gott sumar tilbúnir að takast á við verkefni vetrarins. Skráðir nemendur í upphafi skólaárs eru 206 talsins og er það fækkun um nærri 20 nemendur frá síðasta skólaári.
Lesa meira