Enn af útivist

Á Stóra-bola
Á Stóra-bola
Nemendur skólans hafa verið duglegir í útivistinni í haust eins og fréttirnar hér bera með sér. Á dögunum fóru nemendur 3. og 4. bekkjar við Norðurgötu í góða gönguferð að Stóra-bola og létu ekki smá vindstrekking á sig fá.  Spennandi var að sjá þyrluna sem var að ferja efnivið í snjóflóðavarnirnar sem nú er verið að setja upp í Hafnarhyrnunni og flugmaðurinn lækkaði meira að segja flugið og vinkaði okkur. Svo vorum við svo heppin að rekast á góðan berjamó og fóru allir berjabláir til baka.
Fleiri myndir má sjá í myndasafni

ny_vel_sept._2013_013.jpg

ny_vel_sept._2013_028.jpg