Fréttir

Úrslit í Skólahreysti

Á dögunum var undankeppnin í Skólahreysti innan skólans, var það hörkuspennandi og skemmtileg keppni og þátttaka var mjög góð. Helstu úrslit urðu þau að Jakob Snær Árnason náði bestum tíma í hraðabrautinni hjá strákunum í 9. og 10. bekk og Eydís Rachel Missen hjá stúlkunum. Í 8. bekk náðu þau Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Björgvin Daði Sigurbergsson bestu tímunum. Ekkert gefið eftir í hraðabrautinni
Lesa meira

Sparisjóðurinn bauð uppá leiksýningu

Sl. föstudag bauð Sparisjóður Siglufjarðar nemendum í 1. - 4. bekk uppá leiksýninguna Bjálfansbarnið frá Kómedíuleikhúsinu. Leikritið segir frá nokkrum af jólasveinum Grýlu, sem koma frá Vestfjörðum, og hafa ekki enn fengið að njóta sín í mannheimum. Þeir bera undarleg nöfn s.s. Langleggur, Lækjarræsir, Refur, Froðusleikir og Bjálfansbarnið og hegða sér svolítið sérkennilega eins og bræður þeirra. Hér bregður Langleggur á leik
Lesa meira

Slökkviliðsstjóri heimsækir 3. bekk á Ólafsfirði

Í gær heimsótti slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar Ámundi Gunnarsson nemendur í 3. bekk og fræddi þau um eldvarnir. Auk fræðslu sýndi Ámundi nemendum hve auðvelt er að kveikja í pappírsmassa og hversu hratt eldur getur breiðst út frá einu kerti. Sjá fleiri myndir neðar
Lesa meira

Skákkennsla hafin í yngri deild

Í kjölfar hinnar góðu gjafar, sem segir frá hér að neðan, og skólinn fékk til að efla skákkennslu í skólanum er sú kennsla hafin í yngri deildinni við Norðurgötu. Sr. Sigurður Ægisson hefur tekið að sér að segja börnunum til og voru þau mjög áhugasöm í fyrstu kennslustund. Sigurður útskýrir mannganginn fyrir börnunum Hér má sjá áhugasamar dömur í 1. bekk
Lesa meira

Skólahreystikeppni

Nú í vikunni var  haldin Skólahreystikeppni í Grunnskóla Fjallabyggðar og voru það nemendur á unglinga- og miðstigi sem þreyttu þá keppni. Sigurvegarar í 9. og/eða 10. fá síðan að keppa í Skólahreystikeppninni á Norðurlandi.  Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins.  Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk síns skóla.  Keppt er í eftirfarandi keppnisgreinum:  Upphífingum (strákar)  Armbeygjum (stelpur) Dýfum (strákar) Hreystigreip (stelpur) Hraðaþraut  (strákar og stelpur) Úrslit úr keppninni verða kynnt hér síðar. Myndir frá keppninni. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skólahreysti.
Lesa meira

Skólanum færð gjöf

Grunnskóla Fjallabyggðar barst peningagjöf í júlí s.l. frá nemendum fæddum 1962 og voru í skólanum á Siglufirði  á árunum 1969-1978.  Gjöfin var ætluð til kaupa á kennslugögnum til að efla skákkennslu í skólanum. Nú hefur upphæðinni verið varið til kaupa á skáksettum og skákklukkum.  Á næstunni hefst skákkennsla í bekkjunum við Norðurgötu Siglufirði og á nýju ári við Tjarnarstíg Ólafsfirði, nú þegar er skák kennd sem valgrein í unglingadeildinni við Hlíðarveg.  Meðfylgjandi mynd er frá því í sumar þegar fulltrúar árgangsins þær Agnes Þór Björnsdóttir og Dagmar Jensdóttir afhentu Jónínu Magnúsdóttur skólastjóra gjafabréf. Færum við  kærar þakkir fyrir. Sjá fleiri myndir hér fyrir neðan
Lesa meira

Skólaakstur fellur niður í dag

 Skólaakstur fellur niður í Fjallabyggð fimmtudaginn 22. nóvember 2012 skólastjóri 
Lesa meira

Vetrarfrí framundan

Nú er að ljúka 1. önn þessa skólaárs og nemendur mæta í viðtalstíma hjá umsjónarkennara sínum í dag.  Á morgun er starfsdagur kennara og frí hjá nemendum. N.k mánudag og þriðjudag verður vetrarfrí og kennsla hefst aftur á miðvikudaginn samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira

Skólaakstur fellur niður í dag

Skólaakstur fellur niður í Fjallabyggð í dag föstudaginn 9. nóvember skólastjóri
Lesa meira