Fréttir

Opinn foreldrafundur 14. febrúar 2013 í Tjarnarborg Kl. 17.30 -19.00

Opinn foreldrafundur verður 14. febrúar 2013 í Tjarnarborg  Kl. 17.30 -19.00 Dagskrá: 1.        Netöryggi barna og unglinga Guðjón H. Hauksson frá SAFT 2.        Kynning á Menntaskólanum á Tröllaskaga Lára Stefánsdóttir skólameistari 3.        Helstu niðurstöður Olweusarkönnunar um einelti - Hver er ábyrgð samfélagsins? Karítas Skarphéðinsdóttir Neff verkefnisstjóri Olweusar Allir velkomnir
Lesa meira

112 dagur

Í dag er 112 dagur og í tilefni hans var haldin brunaæfing á öllum starfsstöðum skólans. Fulltrúar frá slökkviliðinu komu og fylgdust með og gengu æfingarnar almennt vel. sjá fleiri myndir neðar
Lesa meira

Olweusardagurinn hjá 1. - 4. bekk í síðustu viku

Í síðustu viku var myndin Katla gamla tekin fyrir í Byrjendalæsinu í 1.-4. bekk  og öll vinna þessa vikuna tengdist henni og eineltisumræðum og verkefni, eins og t.d. spil, leikræn tjáning, spurningalistar og myndverk gerð  í þeim tilgangi að minna á að koma vel fram hvert við annað og leggja ekki í einelti. Á myndinni má sjá nemanda velta fyrir sér eineltishringnum.  Þar er sýnd staða þolandans, þar sem hann er skilinn útundan og með því að vinna með eineltishringinn geta börn áttað sig á hvað þau geta sjálf gert til þess að hjálpa þeim sem líður illa vegna eineltis.
Lesa meira

Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 31. janúar kl. 17 verður hæfileikakeppni grunnskólans haldin í Tjarnarborg.   Keppendur koma af öllum aldursstigum og taka þátt ýmist einir eða í hóp.   Rúta fer frá Torginu kl. 16:30 og til baka að keppni lokinni. Enginn aðgangseyrir  Allir velkomnir!  
Lesa meira

Fræðslufundur fyrir foreldra var í síðustu viku

Fræðslufundur fyrir foreldra var haldinn í síðustu viku. Fundurinn gekk vel og voru um 30 foreldrar mættir til að hlusta á þrjá mismunandi fyrirlestra. Ríkey skólastjóri kynnti Skólapúslinn fyrir foreldrum og fjallaði um helstu niðurstöður úr nemendakönnun í haust. Valdís Guðbrandsdóttir iðjuþjálfi og verkefnisstjóri Uppbyggingarstefnunnar í Dalvíkurskóla fjallaði um Uppbyggingarstefnuna, hugmyndafræði og foreldraþátt og uppbyggingarteymi Grunnskóla Fjallabyggðar sagði frá því sem unnið hefur verið í skólanum. Að lokum fjallaði Guðný Jóna Þorsteinsdóttir náms- og starfsráðgjafi um skólaforeldra, hvernig foreldrar geta stutt við nám barna sinna og átt árangursríkt samstarf við skólann.
Lesa meira

Lestrarátak

Þessa dagana er lestrarátak hjá okkur. Daglega lesa nemendur og kennari þeirra í 15 mínútur. Við Tjarnarstíg hefur verið gerð þessi skemmtilega bókahilla sem má sjá hér neðar. Þegar nemendur ljúka hverri bók útbúa þeir bókakjöl af  bókinni þar sem þeir skrá nafn sitt,  nafn bókarinnar og höfund. Bókakjölurinn er síðan límdur í bókahilluna. Nemendur er virkilega áhugasamir og stefna á að fylla margar bókahillur í átakinu.    
Lesa meira

Fræðslufundur fyrir foreldra nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar

Fræðslufundur fyrir foreldra nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldinn miðvikudaginn 23. janúar kl. 17.30 í skólahúsinu við Norðurgötu. Dagskrá fundarins. 1.  Kynning á sjálfsmatstækinu Skólapúlsinn 2.  Kynning á hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar og vinnunni í skólanum. 3.  Erindi námsráðgjafa um hvernig foreldrar geta stutt börn sín í náminu, aukið metnað og trú á eigin getu. Skólastjóri
Lesa meira

Skólanum færð gjöf

S.l  föstudag tóku Ríkey Sigurbjörnsdóttir  og Róbert Haraldsson ásamt hópi nemenda í fluguhnýtingarvali við gjöf frá Stangveiðifélagi Siglufjarðar með styrk frá Sparisjóðnum og Vesturröst. Félagið gaf skólanum 3 flugustangir að gjöf en fluguhnýtingar og stangveiði hefur verið valfag í skólanum síðustu ár sem er einstakt á landsvísu. Við í skólanum færum fyrrgreindum aðilum okkar bestu þakkir fyrir rausnarlega gjöf og mun hún nýtast nemendum okkar vel.
Lesa meira

Skákkennsla við Tjarnarstíg

Í dag hófst skákkennsla fyrir alla bekki í Tjarnarstígnum. Það er Sr. Sigurður Ægisson sem hefur tekið að sér að segja börnunum til og voru nemendur mjög áhugasamir um skákina. Sr. Sigurður mun koma næstu 4 vikur og leiðbeina hverjum bekk í eina kennslustund. Hér má sjá myndir úr skákkennslunni. 
Lesa meira

Söng- og hæfileikakeppnin

Þann 31. janúar fer hin árlega Söng- og hæfileikakeppni skólans fram í Tjarnarborg. Þar munu fjölmargir nemendur stíga á stokk og sýna hina ýmsu hæfileika sem þeir búa yfir. Líklegt er þó að söngurinn verði fyrirferðamestur. Undanfarin ár hefur verið húsfyllir í Tjarnarborg á þessum viðburði og gestir hafa skemmt sér sérlega vel.
Lesa meira