Söng- og hæfileikakeppnin

Þann 31. janúar fer hin árlega Söng- og hæfileikakeppni skólans fram í Tjarnarborg. Þar munu fjölmargir nemendur stíga á stokk og sýna hina ýmsu hæfileika sem þeir búa yfir. Líklegt er þó að söngurinn verði fyrirferðamestur. Undanfarin ár hefur verið húsfyllir í Tjarnarborg á þessum viðburði og gestir hafa skemmt sér sérlega vel. Þessa dagana stendur yfir skráning í keppnina og eru þeir sem ætla að taka þátt beðnir um að skrá sig hjá umsjónarkennara sínum fyrir miðvikudaginn 16. janúar. Ekki verður hægt að skrá sig eftir það.
sk34.jpg
Kátir þátttakendur að lokinni keppni í fyrra