Skólanum færð gjöf

S.l  föstudag tóku Ríkey Sigurbjörnsdóttir  og Róbert Haraldsson ásamt hópi nemenda í fluguhnýtingarvali við gjöf frá Stangveiðifélagi Siglufjarðar með styrk frá Sparisjóðnum og Vesturröst. Félagið gaf skólanum 3 flugustangir að gjöf en fluguhnýtingar og stangveiði hefur verið valfag í skólanum síðustu ár sem er einstakt á landsvísu. Við í skólanum færum fyrrgreindum aðilum okkar bestu þakkir fyrir rausnarlega gjöf og mun hún nýtast nemendum okkar vel.