Olweusardagurinn hjá 1. - 4. bekk í síðustu viku

Í síðustu viku var myndin Katla gamla tekin fyrir í Byrjendalæsinu í 1.-4. bekk  og öll vinna þessa vikuna tengdist henni og eineltisumræðum og verkefni, eins og t.d. spil, leikræn tjáning, spurningalistar og myndverk gerð  í þeim tilgangi að minna á að koma vel fram hvert við annað og leggja ekki í einelti. Á myndinni má sjá nemanda velta fyrir sér eineltishringnum.  Þar er sýnd staða þolandans, þar sem hann er skilinn útundan og með því að vinna með eineltishringinn geta börn áttað sig á hvað þau geta sjálf gert til þess að hjálpa þeim sem líður illa vegna eineltis.