Lestrarátak

Þessa dagana er lestrarátak hjá okkur. Daglega lesa nemendur og kennari þeirra í 15 mínútur. Við Tjarnarstíg hefur verið gerð þessi skemmtilega bókahilla sem má sjá hér neðar. Þegar nemendur ljúka hverri bók útbúa þeir bókakjöl af  bókinni þar sem þeir skrá nafn sitt,  nafn bókarinnar og höfund. Bókakjölurinn er síðan límdur í bókahilluna. Nemendur er virkilega áhugasamir og stefna á að fylla margar bókahillur í átakinu.