Fræðslufundur fyrir foreldra var í síðustu viku

Fræðslufundur fyrir foreldra var haldinn í síðustu viku. Fundurinn gekk vel og voru um 30 foreldrar mættir til að hlusta á þrjá mismunandi fyrirlestra. Ríkey skólastjóri kynnti Skólapúslinn fyrir foreldrum og fjallaði um helstu niðurstöður úr nemendakönnun í haust. Valdís Guðbrandsdóttir iðjuþjálfi og verkefnisstjóri Uppbyggingarstefnunnar í Dalvíkurskóla fjallaði um Uppbyggingarstefnuna, hugmyndafræði og foreldraþátt og uppbyggingarteymi Grunnskóla Fjallabyggðar sagði frá því sem unnið hefur verið í skólanum. Að lokum fjallaði Guðný Jóna Þorsteinsdóttir náms- og starfsráðgjafi um skólaforeldra, hvernig foreldrar geta stutt við nám barna sinna og átt árangursríkt samstarf við skólann.