Fréttir

Útivistardeginum frestað

Útivistardagurinn sem vera átti á morgun hefur verið frestað um óákveðin tíma.
Lesa meira

Skólasetning

Skólinn verður settur eins og hér segir: 8.-10. bekkur við Hlíðarveg kl. 11 mánudaginn 27. ágúst 1.-4. bekkur við Norðurgötu kl. 13 mánudaginn 27. ágúst 1.-7. bekkur við Tjarnarstíg kl. 13 fimmtudaginn 30. ágúst   skólastjóri
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

Starfsmaður óskast í lengda viðveru skólabarna á aldrinum 6-8 ára. Lengd viðvera er gæsla að loknum skóladegi. Starfsemin fer fram í skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði. Vinnutími er frá kl. 13.00 til 16.00. Ráðningin nær aðeins til starfstíma skólans. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 464-9150 / 845-0467 eða jonina@fjallaskolar.is   Skólastjóri    
Lesa meira

Skólaárið 2012-2013

 Skipulagning skólastarfs fyrir næsta skólaár er langt komin. Töluverðar breytingar eru fyrirsjáanlegar.  Skólahúsið við Tjarnarstíg verður tekið í notkun eftir viðbyggingu og endurbætur og þar sameinast miðstigsbekkir skólans þ.e. 5., 6. og 7.bekkir. Skólaakstur eykst á næsta skólaári í ljósi þess að nemendum 5., 6. og 7. bekkja verður ekið frá Siglufirði til Ólafsfjarðar.  Áfram verður nemendum unglingadeildar ekið frá Ólafsfirði kl. 7.35 til Siglufjarðar og til baka að skóladegi loknum. Nemendum 5., 6. og 7. bekkja Siglufirði  verður ekið  kl. 8 frá skólahúsinu við Norðurgötu til Ólafsfjarðar og til baka að skóladegi loknum.  Kennsla þessara bekkjadeilda hefst kl. 8.40. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sem búsettir eru í Ólafsfirði geta mætt kl. 8 og átt athvarf í skólanum þar til kennsla hefst. Kennsla bekkjardeilda  skólans á næsta skólaári verður sem hér segir: 1.-2. bekkur skólahúsinu við Norðurgötu, Siglufirði Umsjónarkennari: Mundína Bjarnadóttir 3.-4. bekkur skólahúsinu við Norðurgötu, Siglufirði Umsjónarkennari: Sigríður Karlsdóttir 1.-2. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði  Umsjónarkennari: Ólöf Kristín Ásgeirsdóttir 3.-4. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði Umsjónarkennari: Lísebet Hauksdóttir 5. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði Umsjónarkennari: Sigurlaug Guðjónsdóttir 6. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði Umsjónarkennari: Sigurlaug Ragna Guðnadóttir 7. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði Umsjónarkennari: Ólöf María Jóhannesdóttir 8. bekkur skólahúsinu við Hlíðarveg, Siglufirði Umsjónarkennari: Arnheiður Jónsdóttir og Brynhildur R Vilhjálmsdóttir 9. bekkur skólahúsinu við Hlíðarveg, Siglufirði Umsjónarkennari: Margrét Þórðardóttir 10. bekkur skólahúsinu við Hlíðarveg, Siglufirði Umsjónarkennari: Halldóra Elíasdóttir 10. bekkur skólahúsinu við Hlíðarveg, Siglufirði Umsjónarkennari: Róbert Haraldsson
Lesa meira

Skólaslit

Grunnskóla Fjallabyggðar hefur nú verið slitið í annað sinn. Fjölmargir tóku þátt í stundinni með yngri deildunum en slitin hjá þeim fóru fram í skólahúsnæðunum við Tjarnarstíg og við Norðurgötu. Eldri deildinni var slitið í Siglufjarðarkirkju við húsfylli og það voru spenntir unglingar sem tóku á móti prófskirteinum sínum. Í ár voru 42 nemendur sem útskrifuðust úr 10. bekk en tveir nemendur útskrifuðust úr 9. bekk. Við óskum útskriftarnemendum okkar góðs gengis í framtíðinni. Innkaupalistar fyrir næsta skólaár verður hægt að nálgast hér og myndir af útskrift unglingastigsins hér. Við hefjum síðan skóla aftur 27. ágúst og vonum að þið eigið ánægjulegt sumarfrí.
Lesa meira

Kennslu lokið

Í gær komu saman allar deildir skólans og skemmtu sér við Hól og í skógræktinni á Siglufirði. Farið var í ýmsa leiki og þrautir og í hádeginu grillaði Foreldrafélagið fyrir nemendur. Veðrið lék við okkur og óhætt er að segja að dagurinn hafi tekist vel. Myndir eru komnar inn á myndasíðuna og hægt er að sjá þær hér. Kennslu þetta skólaárið er nú lokið en á morgun er starfsdagur og á föstudaginn skólaslit.  (sjá nánar hér)  Við minnum svo á fundinn hjá Foreldrafélaginu á morgun kl 18:00 og þökkum fyrir veturinn
Lesa meira

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldinn   fimmtudaginn  31. maí  í skólahúsinu Ólafsfirði og hefst kl. 18. Eftirtaldir foreldrar gefa áfram kost á sér í stjórn:  Auður Eggertsdóttir, Berglind Birkisdóttir,  Hrönn Gylfadóttir, Kristján Hauksson  og Rut Viðarsdóttir. Einn vantar  í stjórn og gefur Sigurður Ægisson gefur kost á sér í hana. Dagskrá fundarins eru  skv. 6. grein laga foreldrafélagsins. 1.    Kosning fundarstjóra og fundarritara 2.    Skýrsla stjórnar 3.    Reikningar lagðir fram til samþykktar 4.    Kosning formanns foreldrafélags og annarra stjórnarmanna 5.    Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga 6.    Kosning fulltrúa í skólaráð samkvæmt starfsreglum félagsins 7.    Önnur mál
Lesa meira

Skólaslit 1. júní 2012

 Kl. 11.00         Skólaslit fyrir 1.-7. bekk við Tjarnarstíg fara fram í íþróttahúsinu Ólafsfirði Kl. 13.00        Skólaslit fyrir 1.-7. bekk við Norðurgötu fara fram í íþróttasalnum Norðurgötu Kl. 17.00        Skólaslit unglingadeildar fara fram í Siglufjarðarkirkju. Þar fer fram útskrift nemenda og afhending einkunna  8. og 9. bekkinga. Skólarútan fer frá íþróttahúsinu Ólafsfirði kl. 16.40 og til baka að athöfn lokinni eða um klukkan 18.
Lesa meira

Vordagar

Nú á síðustu dögum skólaársins er ýmislegt skemmtilegt gert til að stokka upp kennsluna og höfum við gjarnan nýtt okkur góða veðrið til útikennslu. Nemendur eru margir hverjir að fara í lengri og skemmri ferðir með foreldrahópunum eða kennurum og njóta þess sem nágrennið okkar hefur upp á að bjóða. Einnig var hjóladagur haldin á yngra stiginu á Siglufirði þar sem nemendur þreyttu ýmsar þrautir á hjólum sínum. kennarar og starfsfólk á yngra stiginu á Ólafsfirði átti hörku fótboltaleik við 7. bekk undir glymjandi hvatningarorðum frá yngri bekkjunum. Við kennarar viljum taka fram að það eru ekki úrslitin sem skipta máli heldur leikgleðin. Úrslit verða því ekki gefin upp :) 10. bekkur hefur lokið starfkynningu sinni og skemmtir sér um þessar mundir  í útskriftarferð sinni. 8. og 9. bekkur gistu báðir í bústöðunum á Hótel Brimnesi og áttu þar góðar stundir saman. Ýmislegt fleira hefur verið gert undanfarna daga og framundan er þriggja daga helgi og á þriðjudaginn verðum við svo með hamagang á Hóli.  Myndir af starfinu undanfarið má sjá  hér.  
Lesa meira

Síðustu metrarnir hjá nemendum 10. bekkjar

Nú styttist óðfluga í að nemendur 10. bekkjar ljúki grunnskólagöngu sinni. Þeir hafa nú þegar lokið hefðbundnu námi og síðustu tvær vikur hafa þeir verið við annarskonar nám. Allir nemendur bekkjarins sátu þriggja daga skyndihjálparnámskeið og að því loknu var komið að starfskynningum. Nemendur kynntu sér hinu ýmsu störf í sveitarfélaginu, hver nemandi heimsótti tvö fyrirtæki eða stofnanir og dvaldi í tvo daga á hvorum stað. Þakkar skólinn sérlega góð viðbrögð vinnuveitenda við óskum um nemendaheimsóknir.
Lesa meira