Samræmd próf standa yfir

Í þessari viku standa samræmd próf yfir. Nemendur 10. bekkjar tóku próf í íslensku í gær, taka próf í ensku í dag og stærðfræði á morgun. Nemendur 4. og 7. bekkjar þreyta sín próf á fimmtudag og föstudag. Í íslensku fyrri daginn og stærðfræði þann seinni. Þessa daga mæta nemendur viðkomandi bekkja aðeins í skólann til að taka próf og fara heim að því loknu. Prófin hefjast kl. 9.00.