Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldinn  þriðjudaginn  9. október í skólahúsinu Ólafsfirði og hefst kl. 20. Eftirtaldir foreldrar gefa áfram kost á sér í stjórn:  Gunnar Smári Helgason, Auður Eggertsdóttir,  Hrönn Gylfadóttir og Rut Viðarsdóttir. Eftirtaldir nýliðar gefa kost á sér í stjórn Foreldrafélagsins;  Katrín Freysdóttir og  Sigurður Ægisson.

Dagskrá fundarins er skv. 6. grein laga foreldrafélagsins.

1.    Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.    Skýrsla stjórnar

3.    Reikningar lagðir fram til samþykktar

4.    Kosning stjórnarmanna

5.    Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

6.    Kosning fulltrúa í skólaráð samkvæmt starfsreglum félagsins

7.    Önnur mál