Kosning í ungmennaráð

Nú er lokið kosningu fulltrúa skólans í ungmennaráð Fjallabyggðar, í kjöri voru nemendur úr 9. og 10. bekk og buðu nokkrir sig fram.  Ungmennaráðið er ráðgefandi um málefni ungs fólk í Fjallabyggð og fundar einu sinni í mánuði. Aðalmenn voru kjörnir þeir Sveinn Andri Jóhannsson og Ívan Darri Jónsson, en Sveinn átti einnig sæti í ráðinu á síðasta skólaári, og varamenn voru kjörnir Sigurbjörn A. Sigursteinsson og Mikael Már Unnarsson. Er nemendum skólans bent á að beina ábendingum um það sem bæta mætti í málefnum ungs fólks í Fjallabyggð til þessara fulltrúa.