Fréttir

Sigríður Alma nemandi við skólann vann til verðlauna á lokaathöfn nótunnar.

Á vef tónskólans má sjá eftirfarandi frétt: Sigríður Alma Axelsdóttir fékk viðurkenningu fyrir besta frumsamda efnið á grunnstigi á lokaathöfn Nótunnar í Hörpunni í gær (sunnudaginn 19. mars). Á lokaathöfn Nótunnar fengu níu framúrskarandi tónlistaratriði Nótuna 2012 verðlaun, en þar að auki var eitt atriði strengjasveit frá Tónlistarskólanum í Reykjavík verðlaunað sérstaklega með farandgrip sem skólinn varðveitir fram að næstu keppni. Við Óskum Sigriði Ölmu til hamingju með glæsilegan árangur.
Lesa meira

Samstarf leik- og grunnskóla

Við skólann  starfa ýmis fagteymi sem vinna að því að bæta skólastarfið. Dæmi um slíkt   teymi er  samstarf  leik- og grunnskólakennarar. Því er ætlað að auka og viðhalda samvinnu leik- og grunnskóla Fjallabyggðar svo samfella verði í starfi nemenda sem fara á milli skólastiga. Í teyminu eiga sæti fyrir hönd grunnskólans: Ólöf Kristín Ásgeirsdóttir og Mundína Valdís Bjarnadóttir. Hluti af störfum teymisins er að skipuleggja reglulegar heimsóknir leikskólabarna í skólann. Í gær komu elstu börn leikskólans á Ólafsfirði ásamt Þuríði Guðbjörnsdóttur í heimsók í smíða og textíltíma hjá 1. bekk. Þar fengu þau að  taka þátt í vinnunni sem fór fram og fengu sérstaka aðstoð frá 1.og 2. bekk.  Embla Þóra og Amalía Björk Jason Karl og Amanda Ósk
Lesa meira

Eggert Geir Axelsson sigurvegari á lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Mynd tekin af vef Dalvíkurskóla Í gær fór fram lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar í Bergi á Dalvík. Það var Eggert Geir Axelsson nemandi við Grunnskóla Fjallabyggðar sem sigraði eftir jafna og skemmtilega keppni. Einnig kepptu þau  Eduard Constantin Bors,  Sandra Líf Ásmundsdóttir og Þorgeir Örn Sigurbjörnsson fyrir hönd skólans, varamaður þeirra var Sólrún Anna Ingvarsdóttir. Það voru síðan Patrekur Óli Gústafsson og Eiður Máni Júlíusson  nemendur úr Dalvíkurskóla sem lentu í 2. og 3. sæti.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin 14. mars kl 14:00

29. feb s.l. var haldin innanskólakeppni stóru upplestrarkeppninnar í bókasafninu á Siglufirði. Þar komust áfram þau:  Eduard Constantin Bors, Eggert Axelsson, Sandra Líf Ásmundsdóttir og  Þorgeir Örn Sigurbjörnsson. Varamaður verður Sólrún Anna Ingvarsdóttir. Þessir nemendur munu síðan keppa á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Menningahúsinu Bergi á Dalvík miðvikudaginn 14. mars kl 14:00.
Lesa meira

Niðurstöður úr viðhorfakönnun

Á foreldradaginn 16. febrúar s.l. var lögð viðhorfakönnun fyrir foreldra í 4., 7. og 10. bekk. Þátttakan var 73% eða 67/92. Þökkum þátttökuna og hvetjum ykkur til að skoða niðurstöður hennar hér.
Lesa meira

Fleiri myndir af framkvæmdum við Tjarnarstíg

Framkvæmdir við Tjarnarstíg eru nú komnar á fullt skrið og ætti umsvif þeirra ekki að fara fram hjá neinum. Gott væri ef foreldrar brýndu það fyrir börnum sínum að fara varlega í kringum öll þau tæki og tól sem eru á vinnusvæðinu og skólalóðinni. Þrátt fyrir að vinnusvæðið sé vel afgirt er alltaf gott að fara varlega :) Hægt er að fylgjast með framgangi mála hér.
Lesa meira

Síðbúið þorrablót hjá eldri deild

Í morgun var haldið þorrablót hjá nemendum eldri deildar, betra er seint en aldrei! Nemendur í matreiðsluvali ásamt nemendum 7. bekkjar útbjuggu sviðasultu, kartöflumús og rófustöppu og bökuðu rúgbrauð og flatbrauð undir öruggri handleiðslu Sibbu og Stínu Davíðs.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Þessa dagana eru nemendur í 7. bekk  að undirbúa sig af kappi fyrir stóru upplestrarkeppnina. Á morgun miðvikudag kl 10 fer fram innanskólakeppni á bæjarbókasafninu á Siglufirði. Sigurvegarar morgundagsins Keppa síðan á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar  sem fer fram í Bergi á Dalvík miðvikudaginn 14. mars kl 14:00. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í fjöldamörg ár en verkefnið hófst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember.  Yfirlýst markmið verkefnisins er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Það bætir almennan lesskilning barna og unglinga og eflir sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum. Einnig er verkefnið hvetjandi fyrir nemendur með lestrarerfiðleika.
Lesa meira

Vetrarfrí

Mánudaginn 20. febrúar hefst þriggja daga vetrarfrí, kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 23. febrúar.
Lesa meira

112 dagur á Ólafsfirði

112 dagurinn var haldin i morgun á Ólafsfirði. Í tilefni hans var gerð brunaæfing og að henni lokinni fengu nemendur að fara upp í körfubíl hjá slökkviliðinu og skoða bíl og sleða frá björgunarsveitinni. Fleiri myndir er hægt að sjá hér.
Lesa meira