Sigríður Alma nemandi við skólann vann til verðlauna á lokaathöfn nótunnar.

Á vef tónskólans má sjá eftirfarandi frétt: Sigríður Alma Axelsdóttir fékk viðurkenningu fyrir besta frumsamda efnið á grunnstigi á lokaathöfn Nótunnar í Hörpunni í gær (sunnudaginn 19. mars). Á lokaathöfn Nótunnar fengu níu framúrskarandi tónlistaratriði Nótuna 2012 verðlaun, en þar að auki var eitt atriði strengjasveit frá Tónlistarskólanum í Reykjavík verðlaunað sérstaklega með farandgrip sem skólinn varðveitir fram að næstu keppni. Við Óskum Sigriði Ölmu til hamingju með glæsilegan árangur.