28.02.2012
Þessa dagana eru nemendur í 7. bekk að undirbúa sig af kappi fyrir stóru upplestrarkeppnina. Á morgun miðvikudag kl 10 fer fram innanskólakeppni
á bæjarbókasafninu á Siglufirði. Sigurvegarar morgundagsins Keppa síðan á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer
fram í Bergi á Dalvík miðvikudaginn 14. mars kl 14:00.
Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í fjöldamörg ár en verkefnið hófst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember.
Yfirlýst markmið verkefnisins er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Það bætir almennan
lesskilning barna og unglinga og eflir sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum. Einnig er verkefnið hvetjandi fyrir nemendur með lestrarerfiðleika.