Eggert Geir Axelsson sigurvegari á lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Mynd tekin af vef Dalvíkurskóla Í gær fór fram lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar í Bergi á Dalvík. Það var Eggert Geir Axelsson nemandi við Grunnskóla Fjallabyggðar sem sigraði eftir jafna og skemmtilega keppni. Einnig kepptu þau  Eduard Constantin Bors,  Sandra Líf Ásmundsdóttir og Þorgeir Örn Sigurbjörnsson fyrir hönd skólans, varamaður þeirra var Sólrún Anna Ingvarsdóttir. Það voru síðan Patrekur Óli Gústafsson og Eiður Máni Júlíusson  nemendur úr Dalvíkurskóla sem lentu í 2. og 3. sæti.