25.04.2012
Í gær kom Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, við á Siglufirði og í Ólafsfirði í
hringferð sinni um landið. Tilgangur ferðarinnar er að finna rödd þjóðarinnar og fá hana til að hljóma í laginu Ísland sem
Fjallabræður eru að fara að taka upp.
Lesa meira
24.04.2012
Í morgun heimsótti fulltrúi frá menntamálaráðuneytinu nemendur 10. bekkjar og kynnti fyrir þeim svokallaða Europass ferilskrá og afhenti
öllum eintak til að nota í nánustu framtíð. Það styttist í að þessir einstaklingar fari út á vinnumarkaðinn og
þegar sótt er um vinnu þá getur þessi ferilskrá komið að góðum notum.
Lesa meira
24.04.2012
Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans kom í heimsókn til Fjallabyggðar í gær á vegum verkefnisins
Tónlist fyrir alla og héldu tónleika í Siglufjarðarkirkju og Tjarnarborg fyrir nemendur skólans. Meðlimir sveitarinnar fóru
með nemendur í stutt ferðalag í máli, myndum og tónum til nokkurra af Balkanlöndunum. Léku þeir á alls kyns skemmtileg og óvenjuleg
hljóðfæri.
Lesa meira
12.04.2012
Rétt fyrir páskaleyfi fór keppni í riðli skólans í Skólahreysti fram á Akureyri. Farin var hópferð með alla nemendur eldri
deildar til að fylgjast með keppninni og hvetja okkar fólk til dáða. Lið skólans var skipað þeim Agnesi Sigvaldadóttur, Jakobi Snæ
Árnasyni, Köru Gautadóttur og Grétari Áka Bergssyni.
Lesa meira
28.03.2012
Fimmtudaginn 29. mars verður hin árlega Vorskemmtun 1. - 7. bekkjar á Siglufirði haldin í Allanum. Sem fyrr verða tvær sýningar í boði. Fyrri
sýningin er kl. 16.00 og hin síðari kl. 20.00.
Lesa meira
27.03.2012
Undirbúningur fyrir árshátíðna gengur vel, í morgun var rennsli hjá krökkunum, hægt er að sjá smá sýnishorn hér.
Lesa meira
27.03.2012
Skypefundur 5. bekkjar SG og Scoil Iosaef Naofa á Írlandi var síðast
liðinn fimmtudag.
Írski skólinn er í bænum Cobh, sem er í Cork og búa þar rúmlega 10 þúsund manns.
Íslensku krakkarnir höfðu æft írska þjóðlagið “Oro Blog Liom I” og hinir írsku æfðu sig á “Krummi svaf í
klettagjá”. Bekkirnir sungu hvor fyrir annan og svo saman. Nánar um samstarfsverkefni bekkjanna er á sameiginlegri heimasíðu skólanna http://scoiliosaefnaofa.com/Godwit.htm
Lesa meira
26.03.2012
Árshátíð yngri deildarinn verður haldin á þriðjudaginn kl 17:00
Sjá nánar hér
Lesa meira
21.03.2012
Árshátíð yngri deildar Ólafsfirði sem vera átti á
morgun fimmtudag, er frestað til þriðjudagsins 27. mars.
Lesa meira
21.03.2012
Eldri deild skólans hélt árshátíð sína í Tjarnarborg á dögunum. Var þar glatt á hjalla, eins og lög gera
ráð fyrir, og allir í sínu fínasta pússi. Hver bekkur var með skemmtiatriði og boðið var upp á ljúffengan veislumat.
Lesa meira