Rödd Íslands

Halldór stjórnar þessum fína kór við Norðurgötu
Halldór stjórnar þessum fína kór við Norðurgötu
Í gær kom Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, við á Siglufirði og í Ólafsfirði í hringferð sinni um landið. Tilgangur ferðarinnar er að finna rödd þjóðarinnar og fá hana til að hljóma í laginu Ísland sem Fjallabræður eru að fara að taka upp.

Hugmyndin er að ná 30.000 röddum og eftir ferð um Vestfirði, Austfirði og hluta Norðurlands hafa 2.600 manns tekið þátt og sungið kórhluta lagsins. Halldór fékk leyfi til að koma í íþróttasalinn við Norðurgötu og í Menntaskólann á Tröllaskaga og fékk nemendur og kennara grunnskólans auk Menntaskólans til að taka þátt í verkefninu. Skapaðist mjög góð stemning og hljómaði söngurinn ákaflega vel.