Kynning á ferilskrá fyrir 10. bekk

Í morgun heimsótti fulltrúi frá menntamálaráðuneytinu nemendur 10. bekkjar og kynnti fyrir þeim svokallaða Europass ferilskrá og afhenti öllum eintak til að nota í nánustu framtíð. Það styttist í að þessir einstaklingar fari út á vinnumarkaðinn og þegar sótt er um vinnu þá getur þessi ferilskrá komið að góðum notum. Í Europass ferilskrána eru skráð fleiri atriði en í hefðbundna ferilskrá. Þar er einnig skráð tungumálakunnátta, félags- og tæknileg færni, tölvukunnátta, listræn færni og önnur færni og hæfni sem fengist hefur annað hvort í gegnum starf eða menntun á vinnustað eða annars staðar. Það styttist í að nemendur 10. bekkjar geti sett inn í ferilskrána sína - Grunnskólaprófi lokið!