Tónlist frá Balkanlöndunum

Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans kom í heimsókn til Fjallabyggðar í gær á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla og héldu tónleika í Siglufjarðarkirkju og Tjarnarborg fyrir nemendur skólans.  Meðlimir sveitarinnar fóru með nemendur í stutt ferðalag í máli, myndum og tónum til nokkurra af Balkanlöndunum. Léku þeir á alls kyns skemmtileg og óvenjuleg hljóðfæri. Kennarar á yngra stigi höfðu undirbúið nemendur sína vel og sungu þeir með í nokkrum lögum.  Eins voru nemendur búnir að kynna sér nöfn landanna, höfuðborganna og hvernig fánar viðkomandi landa litu út. Var gaman að heyra þessa frábæru tónlistarmenn flytja þessa framandi tónlist.