Fréttir

Leiðsagnarmat

Þá fer fyrstu önn skólaársins senn að ljúka og komið er að námsmati. Föstudaginn 11. nóvember eru nemendur boðaðir til viðtals ásamt foreldrum sínum og koma nánari upplýsingar um tímasetningar í næstu viku. Starfsdagur kennara verður mánudaginn 14. nóvember og þá eru nemendur í fríi. Kennarar eru nú í óðaönn að meta nemendur sína og verður notast við leiðsagnarmat eins og síðast liðinn vetur. Nemendur með aðstoð foreldra sinna þurfa því að fylla út sinn hluta matsins heima áður en komið er í viðtalið.   Mikilvægt er að allir nemendur taki þátt í matinu því þannig fáum við sem gleggsta mynd af því hver staða nemenda er, bæði hvað varðar námslega þætti en einnig hvað varðar líðan í skóla og fleira af því tagi. Opið er fyrir skráningu í leiðsagnarmatið frá 1. - 8. nóv. Eftir það vinna kennarar úr niðurstöðum og því verður ekki hægt að fylla matið út eftir það. Allar frekari upplýsingar gefa skólastjórnendur
Lesa meira

Hreystidagur færður

Hreystidagurinn sem vera átti 3. nóvember hefur nú verið færður til 24. nóvember.
Lesa meira

Litmynd ljósmyndar í skólanum næstu daga

24. – 26. október  kemur Pálmi ljósmyndari frá Litmynd og myndar einstaklings-  og hópmyndir af nemendum skólans. Skólinn fær svo myndir til afnota í Mentor. Nokkrum dögum eftir að tökum líkur í skólanum fá allir nemendur myndaspjald með sínum myndum með sér heim til að sína foreldrum. Þá geta þeir foreldrar sem óska farið inn á www.litmynd.isog pantað myndir. Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband við Litmynd í             865-2640       eða á litmynd@litmynd.is  
Lesa meira

Tóbaksforvarnir

Í morgun heimsótti Jóhanna S Kristjánsdóttir tóbaksvarna fulltrúi nemendur í 6. og 7. bekk á Ólafsfirði en hún heimsótti nemendur á Siglufirði í vor. Nánari upplýsingar um tóbaksvarnir má sjá á lýðheilsustöð Einnig má sjá þar leikinn ekki segja sííííííssssss
Lesa meira

Ný akstursáætlun

Ný akstursáætlun tekur gildi í dag, Breytingarnar eiga ekki við skólatíma, varða því aðeins tómastundastarf.
Lesa meira

Óvenjulegir gestir í skólanum

Krosskónguló kom sér fyrir í útidyrahurðinni í skólanum við Norðurgötu nú í haust. Hún hafði verpt þar eggjum sínum og utan um þau ofið fallegan silkihjúp. Hún var flutt þaðan og henni komið fyrir á öðrum stað.  
Lesa meira

Þemavinna um sr. Bjarna Þorsteinsson

Í tilefni af 150 ára árstíð sr. Bjarna Þorsteinssonar þann 14. október nk. voru unnin ýmis verkefni í eldri deildinni í gær. Bjarni hefur oft verið nefndur faðir Siglufjarðar en þekktastur er hann fyrir söfnun sína og útgáfu á íslensku þjóðlögunum auk þess að vera afbragðs lagahöfundur.
Lesa meira

Hreystidagur

Í gær var haldin hreystidagur og var líf og fjör í allri yngri deildinni á Ólafsfirði. Nemendur nutu sín í snjónum og sköpuðu ýmsar kynjaverur á skólalóðinni, yljuðu sér í sundlauginni, hlupu um í Tarzanleik og hlupu Norræna skólahlaupið. Á unglingastiginu var Norræna skólahlaupið haldið á Siglufirði þriðjudaginn 11. okt. 2011. Alls tóku 84 nemendur af 101 í eldri deild þátt í hlaupinu.  Nemendur hlupu 2,5 km hring um norðurbæinn og máttu þau hlaupa einn-tvo-þrjá eða fjóra hringi. Nemendurnir 84 hlupu samtals yfir 500 km eða rétt tæplega 6 km að meðaltali. Bekkir skólans kepptu innbyrðis og það var 10.bekkur BRV sem sigraði með 7,2 km að meðaltali á nemanda. Grétar Áki og Jakob Snær komu fyrstir í mark hjá strákum eftir 10 km og Rebekka Rut var fyrst í mark hjá stúlkunum eftir 10 km. Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar eiga mikið hrós skilið fyrir þátttöku sína í hlaupinu.
Lesa meira

Hreystidagur

Á morgun þriðjudag er hreystidagur í skólanum. Á yngra stiginu verður kennt samkvæmt stundatöflu fyrstu tvo tímana. Nemendur í yngri deildinni á Siglufirði koma til Ólafsfjarðar um tíu og taka þátt í ýmsum uppákomum eins og Norræna skólahlaupinu, Tarzanleik í íþróttahúsinu og sundi. Unglingadeildin tekur þátt í Norræna skólahlaupinu og hefst hlaupið hjá þeim klukkan 13:00. Mikilvægt er að nemendur mæti vel skóaðir og með húfu og vettlinga ef veður er ekki gott.
Lesa meira

Guðrún iðjuþjálfi og Bjarkey náms- og starfsráðgjafi í heimsókn í alla bekki eldri deildar.

Í morgun, þriðjudaginn 4. okt., fóru Guðrún iðjuþjálfi og Bjarkey náms- og starfsráðgjafi í heimsókn í alla bekki eldri deildar. Iðjuþjálfi upplýsti nemendur um ýmislegt tengt skólatöskunni og áhrif þess ef að hún væri einungis höfð á annarri öxlinni eða sæti rangt á bakinu. Einnig ráðlagði iðjuþjálfi nemendum um æskilega setstöðu og áhrif þess að sitja lengi í sömu stöðu við vinnu. Þá ræddi hún um hvað sé gott að hafa í huga við val á skólatösku, að taskan sé ekki alla daga með öllum námsbókunum í heldur hvernig sé æskilegast bera töskuna og raða í hana. Nemendur voru hvattir til að prófa að hafa tölvumúsina í vinstri hönd, (þeir sem eru rétthentir) og öfugt fyrir hina, til að jafna álag á handleggi og herðar.  Sjá meira neðar.  
Lesa meira