Á dögunum sýndu fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Neon samnemendum sínum kjólinn sem þær hönnuðu fyrir Stíl
en Stíll er keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá
ákveðnu þema.
Í ár var þemað ævintýri og hönnuðu okkar fulltrúar, þær Kara, Ólöf og Hugrún kjólinn sinn og atriðið
út frá sögunni um Litla ljóta andarungann. Glæsilegt atriði en dugði þó ekki til verðlauna að þessu sinni.