Piparkökuhúsasamkeppni

Hér er risið fallegt þorp
Hér er risið fallegt þorp
Ein af vinsælustu smiðjunum hjá 9. og 10. bekk síðustu vikurnar fyrir jólafrí var piparkökuhúsasmiðjan. Í smiðjunni voru 20 nemendur, var þeim skipt í sjö hópa og kepptu hóparnir sín á milli að hanna og baka fallegasta piparkökuhúsið. Í dag greiddu kennarar atkvæði sín en þar sem húsin eru hvert öðru glæsilegra reyndist kennurunum erfitt að gera upp hug sinn. Á litlu jólunum á morgun verða úrslitin kunngjörð.